Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 30
28
um af lungnabólgu. Mér hefur reynzt það ágætlega. Flestic sjúkling-
anna hafa orðið hitalausir eftir 24 klst. Tak og blóð i hráka liefur
farið sömu leiðina. Eiturverkanir hafa ekki verið að neinu ráði. Þó
hafa sumir sjúklinganna fengið ógleði og uppköst og Jítils háttar
cyanosís. Haematuria hef óg ekki orðið var við. Ég hef notað lyfið í
þeim skömmtum, sem verksmiðjan fyrirskrifar. Hef aldrei þurft að
fara yfir 25 töflur á 36 klst. Hef enn fremur reynt þetta lyf við bron-
chitis með góðum árangri.
14. Rauðir huntlar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
S júklingajjöldi 1930—1939:
1930 1931 1932 1933 1934 1935 193G 1937 1938 1939
Sjúkl......... 102 368 24 9 3 9 9 32 55 8
Rauðrá hunda er nú aðeins getið í 4 héruðum (Rvík, Akureyrar,
Norðfj. og Keflavíkur), og mun hvergi hafa verið um faraldur að ræða.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1930—1939:
1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939
Sjúkl......... 204 336 624 426 900 109 70 288 197 64
Dánir ........ 3 6 17 6 22 2 2 „ „ 1
Á árinu heldur áfram að draga úr skarlatssóttinni, og getur ekki
heitið, að hennar gæti utan Rvík., Hafnarfj. og' Skipaskaga.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Stakk sér niður öðru hverju mest allt árið. Var vfirleitt væg,
ineð litlum fylgikvillum. Sjúklingar allir einangraðir. Flestir á Far-
sóttahúsinu.
Skipaskaga. Skarlatssóttar varð vart í janúar og marz, en kom í
héraðið í október 1938, eins og um getur í þess árs skýrslu.
Stykkishólms. Skaut hér upp kollinum einu sinni á árinu. Sjúk-
lingurinn einangraður í sjúkrahúsinu í 6 vikur.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 1().
S júklingafjöldi 1930—1939:
1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 10 277 „ „ „ 8267 88
Dánir ........ ,, 2 ,, „ „ 123 1
1937
1938 1939
99 »
99
Kikhósta varð ekki vart á árinu.