Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 105
103
víkur). Meðlimatala Líknar er um 245. Tekjur félagsins á árinu voru
kr. 53336,77 og gjöld kr. 49670,09.
2. Kvenfélag í Borgarnesi hefur ráðið í þjónustu sína stúlku, sem
aðstoðar fyrir lítið eða ekkert endurgjald á heimilum, sem verða fyrir
sjúkdómum eða öðrum erfiðleikum. Til þessarar starfsemi er einhver
styrkur veittur úr sveitarsjóði.
3. Hjúkrunarfélag Ólafsvikur, Ólafsvík. Engin greinargerð um fé-
lagið á árinu.
4. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði. Tala meölima 25. Tekjur
á árinu kr. 788,46. Gjöld kr. 1128,46. Eignir umfram skuldir kr.
2271,65. Dagþjónusta 177.
5. Hjiikrunarfélagið Samúð, Bíldudal. Tala meðlima 27. Tekjur kr.
211,35. Gjöld kr. 100,00. Eignir umfram skuldir kr. 3358, 82. Félagið
slyrkir sjúklinga með fégjöfum.
6. Hjúkrunarfélagið Hlín, Höfðahverfi. Félagið lagt niður sem
hjúkrunarfélag og því breytt i almennt kvenfélag'.
7. Sængukvennafélagið, Húsavík. Starfar eins og áður.
8. Hjúkrunarf élag Desjarmýrarprestakalls, Borgarfirði eystra.
Engin greinargerð um félagið á árinu.
9. Iivenfélag á Eyrarbakka rekur þar Ijóslækningastofu.
1. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
B e r k 1 a v a r n i r : A árinu 1939 hafa verið framkvæmdar 6942
heknisrannsóknir á 5423 manns. 8437 skyggningar hafa verið gerðar,
og annazt hefur verið um röntgenmyndatöku i 885 skipti. Auk þess
hafa verið framlcvæmdar 1879 loftbrjóstaðgerðir á 114 sjúklingum.
115 sjúklingum hefur verið útveguð sjúkrahúss- eða héilsuhælisvist
og 15 sjúklingum ráðlagðar ljóslækningar. Annazt hefur verið uin
735 hrákarannsóknir og séð um sótthreinsun á heimilum allra srnit-
andi berklasjúklinga, er til stöðvarinnár hafa leitað. Þá, sem rann-
sakaðir hafa verið á árinu, má flokka á eftirfarandi hátt:
1) Vísað til stöðvarinnar af læknum og rannsakaðir þar í fyrsta
sinn:
Alls 1884 manns (karlar 519, konur 774, börn yngri en 15 ára 591).
Meðal þessara reyndust 128 manns, eða 6,7%, með virka berklaveiki.
39 þeirra, eða 2,1%, höfðu smitandi berklaveiki í lungum.
2) Þeir, sem voru háðir eftirliti stöðvarinnar og henni því kunnir
áður að ineira eða minna leyti:
Alls 1458 manns (karlar 332, konur 601, börn 525). Meðal þeirra
fannst virk berklaveiki i 113, eða 7,8%. 40 sjúklingar höfðu smit-
andi berldaveiki í lungum, eða 2,7%.
3) Hópskoðanir:
Alls voru 2068 inanns rannsakaðir (skyggndir) á stöðinni i þessu
skyni. Voru þetta kennarar og skólabörn, er berklapróf hafði komið
út á (alls 487 börn). Enn fremur voru rannsakaðir sjómenn á togur-
um, allir bakarar og starfsfólk i sölubúðuin þeirra, alít starfsfólk
nijólkursamsölunnar, starfsfólk á veitingahúsum, rakarar, bókbind-
arar og prentarar. Við rannsóknir þessar fundust 16 með virka berkla-
veiki (0,8%). 7 af þeim höfðu smitandi lungnaberkla (0,3%). Hjúkr-
unarkonurnar fóru i 864 heimsóknir á heimilin. Sökum mikilla anna