Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 132
130
hinum sérstöku kennsluherbergjum í íbúðarhúsum 1,7—8,2 m3;
meðaltal 3,9 m3. í íbúðarherbergjum 2,0—6,9 m3; meðaltal 3,5 m3,
sem heimilisfólkið notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahúsum,
þar sem loftrýmið er minnst, er það oft drýgt með því að kenna börn-
unum til skiptis í stofunum. Vatnssalerni eru lil afnota í skólunum
fyrir 9127 þessara barna, eða 63,7%, forar- og kaggasalerni fyrir 4572
börn, eða 31,9%, og ekkert salerni hafa 636 börn, eða 4,4%. Leikfimis-
hús ha-fa 7677 barnanna, eða 53,6% og hað 7449 börn, eða 52,3%. Leik-
vellir við þessa skóla eru taldir fyrir 7543 hörn, eða 52,6%. Læknar
telja skóla og skólastaði góða fyrir 10237 þessara barna, eða 71,4%,
viðunandi fyrir 3594, eða 25,1%, og óviðunandi fyrir 504, eða 3,5%.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Ljósmóðirin á Akranesi lítur eftir og athugar um óþrifa-
kvilla. Lýsisgjöf fer frain í skólanum allan veturinn. Skólaskoðun fór
fram í öllum hreppum héraðsins og um svipað leyti, í byrjun kennslu-
tímans. I barnaskólanum á Akranesi voru börnin vegin og mæld að
haustinu og aftur um áramót, alls 248. Af þeim höfðu 148 þyngst, 42
staðið í stað, en 58 höfðu létzt. Um barnaskólann hér á Akranesi er
það að segja, að stofurnar hafa nú verið endurbættar, þiljaðar og
málaðar. A árinu var gerður leikvöllur við skólann, girtur með stein-
steypugarði. Á þessu ári var einnig byrjað á því að reisa leikfimishús
við skólann, en áður hafði verið gerður kjallari að því.
Borgarfj. Farkennsla er enn í öllum hreppum héraðsins i mjög mis-
jöfnum húsakynnum.
Borgarnes. Skúlastaðirnir eru ekki allir góðir í sveitinni. Einkum
er það 1 hreppur, sem er illa settur í þessum efnum, en alltaf er talað
um að bæta úr. í öðrum hreppum er það svo, að ca. helmingurinn af
hörnunum nýtur kennslu í einu. Er þá vanalega valin góð stofa í ný-
lega byggðu húsi og börnunum svo komið fyrir á þessum bæ og þeim
næstu.
Stijkkishólms. í Stykkishólmi var börnum gefið lýsi í skólanum
mánuðina nóv.—marz. Börnin virðast hafa gott af því, því að þau
talca góðum framförum. Utan kauptúnsins, en þar er ágætt skólahús,
fer kennsla fram með farkennslusniði. Það er hreinasta neyðarúrræði.
Oft veljast til kennslunnar barnaheimilin, en þar eru húsakynnin
venjulega minnst. Sami kennarinn sjaldan nema 1 ár í senn, því að
bjóðist eitthvað betra, er hann farinn, sem ég lái ekki. Hér í Stykkis-
hólmi er stórt og rúmgott skólahús, og væri hægt að kenna þar allt
að helmingi fleiri börnum en nú er gert. í Helgafellssveit og á Skógar-
strönd eru venjulega 40—50 börn, sem kennt er. Eg hygg, að báðir
þessir hreppar réðu kennslumálum sínum bezt með því, að þeim væri
búin heimavist í Hólminum að vetrinum, meðan kennsla fer fram.
Bíldadals. Skólahúsið á Bíldudal er gamalt og lélegt og of lítið. Til-
finnanlega vantar leikfimissal. Gluggar skólastofanna vita allir undan
sól, skólaborðin léleg og passa illa fyrir börnin. Enginn leikvöllur.
Væri mikil nauðsyn að koma hér upp nýju skólahúsi á heppilegum
stað. í Ketildalahreppi er kennt á 4 stöðum. Yfirleitt eru skólastofur
of litlar, og aðbúnaður að börnum og kennurum ekki meir en svo
viðunandi.