Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 60
5S
unar. Eftir nokkra vafninga uppgötvaðist, að þelta var sarcoma, og
dó barnið á spítala í Reykjavík seint í suniar.
Ólafsvíkur. 2 konur yfir 60 ára skráðar með krabbamein i maga.
Dóu báðar á árinu.
Reykhóla. 1 sjúklingur dó á árinu úr ca. ventriculi.
Bildudals. 1 karlmaður 55 ára með infiltr. pulm. & pleuritis exsuda-
liva reyndist vera með ca. pulm. et pleurae — dauður. Annað tilfelli
rakst ég á af tilviljun, <S9 ára konu með ca. mammae ulcerosa og
talsvert mikla metastasis í eitlum undir höndum og væntanlega í
tungum (blóð í uppgangi). Fólkið á heimilinu taldi hana hafa ígerð
í brjósti, og hafði hún gengið með grafandi sár þar í nokkra mánuði,
án þess að því væri nokkuð verulega sinnt. Hún er nú dauð.
Þingeyrar. 2 konur komu í dagsljósið með ca. mammae.
Flateyrar. Maður á sjötugsaldri hér í Önundarfirði dó úr cancer
ventriculi.
tsafj. Sjúklingar með illkynjuð æxli voru langflestir á þessu ári
eða alls 13 og greindust þannig: í maga 5, í lifur 3, í vörum 2, i lunga
1, í gallblöðru 1, í ristli 1. Af þessum sjúklingum voru 4 utanhéraðs;
2 sjúklingar eru lifandi enn þá, sjúklingur með cancer í efri vör, sem
var skorinn, og' sjúklingur með cancer inoperabilis í neðri vör.
Ögur. 3 dóu á árinu, og um fleiri er ekki vitað.
Hesteyrar. 2 sjúklingar dóu úr magakrabbameini.
Hólmavíkur. 1 maður á bezta aldri deyr úr krabbameini.
Miðjj. 5 nýir sjúklingar skráðir á árinu. Allir yfir 60 ára, að einum
undanskildum, sem er 57 ára. 4 með ca. ventriculi, 1 með ca. papillae
Vateri.
Blönduós. Varð 2 mönnum að bana. Hafði annar meinið í maga,
aldraður karl og fáviti, en hinn í lifur, og átti upptök þar, að því er
lausleg krufning virtist leiða í ljós. Auk þess dó í Reykjavík að af-
loknum magaskurði 1 inaður, og mun þar einnig hafa verið um
krabbamein að ræða. Sarkmein í lærlegg fékk piltur héðan, sem var
við nám í Reykholtsskóla. Var hann fluttur í Landsspítalann og
dó þar.
Sauðárkróks. 5 nýir sjúklingar á árinu. 2 af jieim áttu raunar að
vera á skýrslu 1938, en hafa fallið af skrá. Auk þess hefur 1 fallið at
skrá á þessu ári, svo að aðeins 2 eru á mánaðarskrá.
Hofsós. Af þessum sjúkdómi hafa látizt 3 á árinu.
Ólafsfj. Enginn sjúklingur skráður.
Svarfdæla. Nú var tekinn af skrá 1 sjúklingur, sem hefur verið tal-
inn fram nokkur undanfarin ár með cancer ventriculi, en greining
upphaflega óviss og ekkert börið á einkennum siðan. 1 nýr sjúk-
iingur bætzt við með ca. lab. inf. Meinið var skorið burtu.
Húsavikur. 2 nýir krabbameinssjúklingar skráðir í fyrsta sinn a
árinu, kona 64 ára með cancer uteri og karlmaður 64 ára með cancer
hepatis, og eru bæði dáin. Auk jiess er hér í spítalanum maður 61 árs
með cancer oesophagi inoperabilis, er bíður dauða síns. Auk þessara
sjúklinga var kona í spítalanum, 55 ára gömul, með recidiv eftir
cancer mammae, en það var skorið burt.
Öxarfj. Aldrei þessu vant enginn nýr skráður.