Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 50
48
og síðar tub. pulm. Sjálfur fckk hann haemoptysis þ. á. Aldrei fundust
hakteríur í hráka hans. Hann hresstist fljótt og er nú fullfær til
vinnu. Heldur hann áfram starfi sínu sem formaður á mótorbát. Fær
enginn talið honum trú um, að hann sé smitandi og hafi jafnvel und-
anfarið verið að smita börn sín, sem hafa verið mikið veik og sum
dáið. Yngri börnin, sem heima eru, eru Jíka tuberkulín -í-. Um berkla-
prófið utan skóla: Enginn -þ, sem hefur ekki verið það áður, hafi
hann þá verið prófaður. 1 piltur, 16 ára, +, er kominn úr öðru héraði.
8 stúlkur, 2 5 ára og 1 6 ára, eru +, en hafa ekki verið skoðaðar áður.
Ein þeirra er af heimili þess sjúklings, sem var endurskráður á
árinu með lungnaberkla (caverna) og fór þegar á Vífilsstaði. Um aðra
hinna er það eitt vitað, að systir hennar lá í Landsspítalanum í fyrra
með hilusberkla. Foreldrarnir virðast heilbrigðir, en á heimilinu hefur
verið amma hennar geðveik, sem vel gætu leynzt berklar með, þó að
ekki hafi hún verið grunuð, en er nú flutt burtu. Sú þriðja er af
hraustu heimili, og' eldri systkini hennar 2 eru Einn 14 ára piltur
í gagnfræðaskóla er + nú, en -4- áður. Er mér með öllu ókunnugt
uin uppruna þeirrar smitunar. Að öllu athuguðu verður að álíta, að
smitunarhætta sé lítil í héraðinu.
Reijðnrfj. Minna ber á berklaveiki hin síðustu ár. Berklayfirlæknir-
inn dvaldi hér dagana 3.—5. júní. Leiðbeiningar hans eiga mikinn
þátt í auknum skilningi fólksins á þessum sjúkdómi.
Beru/J. Sú merkilega nýjung gerðist í berklamálum héraðsins, að
berklayfirlæknirinn kom hér í berklaskoðunarferð. 1 af sjúklingun-
um, sem fannst við þá skoðun, hafði gengið um sem alheill væri, en
reyndist hafa smitandi lungnaberkla. Var hann af Berufjarðarströnd.
Tel ég vafalaust, að hann eigi mikinn þátt í þeim herklasýkingum,
sem átt hafa sér stað á Berufjarðarströnd undanfarið, því að hann
hafði þann leiða vana að vera á sífelldu ferðalagi milli bæja þar. 11
nýir berklasjúklingar skráðir. Af þeim eru 7 af Berufjarðarströnd, 1
var hér aðkomandi og fór heim lil sín í spítala (Siglufirði), 3 eru héðan
af Djúpavogi, og hefur 1 verið Pirquet + áður, en hinir 2 hafa verið
-4-. Þykir sennilegast, að þeir hafi smitazt af fyrr nefndum smit-
bera. Berklapróf var gert á ölluin skólaskyldum börnum, 92 að tölu,
og reyndust aðeins 5 +, og voru 3 þeirra á Berufjarðarströnd, en
hin 2 hafa áður verið -þ. Auk þess var gert berklapróf á 41, mest
börnum og unglingum utan skólaaldurs, og reyndust 5 +, en 36 -4-.
Þess ber að geta, að sökum fjarlægðar verð ég að láta foreldra dæma
um árangur margra þessara prófa, og eru þau því ekki ábyggileg. Eg
álít þó betra að hafa þetta þannig, heldur en láta það ógert, því að
eitthvað má á því græða, og virðist ekki sæmilega skynsömu fólki of-
ætlun að dæma um þetta, eftir að búið er að segja því nákvæmlega
til um það. Öll skólaskyld börn berklaprófuð.
Síðn. Berklar hér nokkuð útbreiddir, en ekki mjög' virulent. I ár
komu fyrir tilfelli á hinurn ólíklegustu stöðum, og' svo hefur það
verið áður. En hér hefur alltaf verið tiltölulega mikið af útvortis
berklum, og þau tilfelli, sem komið hafa fyrir af brjóstberklum, hafa
verið hægfara sem oftast og mörgum batnað. Það er eftirtektarvert,
að 6 fyrstu sjúklingarnir, með tub. pulm., sem skráðir eru, eftir að