Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 43
41
unglingum, þar sem því varð við komið. Var fólk á ferðum þessum
valið á eftirfarandi hátt til rannsóknanna:
1. Skráðir berklasjúkling'ar í héraðinu ásamt heimilisfólki þeirra.
2. Börn, jákvæð við berklapróf ásamt heimilisfólki þeirra.
3. Þeir, er læknar töldu veila á einn eða annan hátt og óskuðu því
eftir að fá rannsakaða.
Árið 1936 og' 1938 hafði verið reynt að framkvæma röntgenrann-
sóknir í þeini héruðum, er rafmagnslaus voru, með því að fara á
strandferðaskipi og rannsaka fólkið á skipsfjöl, meðan sldpið stóð við
á höfnunum. 1938 var enn fremur reynt að hagnýta sér hifreið við
i'öntgenrannsóknirnar, þar sem henni varð við komið. Tókst að útbúa
kana á þann veg', að lá mátti frá henni rafmagn til röntgentækjanna
og nota þau á þann hátt. Á þessu ári leig'ði ríkisstjórnin mótor-
skipið Sæbjörgu til berklarannsókna á Austfjörðum og Vestfjörðum.
Var röntgentækjunum komið fyrir í skipinu og síðan siglt höfn úr
höfn og fólk rannsakað. Tókust á þennan hátt röntgenskoðanir í 12
keknishéruðum. Rafmagn frá bifreiðinni var notað í 4. í 4 héruðum
voru rafstöðvar á staðnum notaðar til rannsöknanna. Eins og' að
ondanförnn unnu héraðslæknarnir ávallt að þessum rannsóknum al'
happi, auk undirbúnings þeirra, er áður getur. Eru berklapróf hér-
aðslæk nanna eigi talin með í ofangreindum rannsóknum.
Á þessu ári var ráðinn aðstoðarlæknir, Óli P. Hjaltesteð, við berkla-
rannsóknir heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Starfar hann þar
1 i'á 1. marz og' gegnir eigi öðrum störfum. 1. október var Ólafur
Geirsson ráðinn aðstoðarlæknir berklayfirlæknis. Fyrst um sinn
er gert ráð fyrir, að hann starfi að jöfnu við berklavarnir ríkisins
°g manneldisrannsóknirnar. Tók hann þegar að vinna að manneldis-
•'annsóknunum og starfaði þessa 3 síðustu mánuði ársins eingöngu
að þeim.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hvík. Berklaprófuð voru í barnaskólum Reykjavíkurborgar samtals
Ó30 börn, 6—14 ára, og' reyndust 681 jákvæð, en það er að meðaltali
16,5%.
Hafnarfj. Berklapróf g'ert í fyrsta sinn í Flensborgarskólanum.
Á'emendurnir 12—19 ára, af þeim vur 28 -þ og 107 h-.
Skipaskaga. Berklaprófun var framkvæmd á skólabörnuiu á Akra-
nesi og einnig á börnum 1—6 ára. Aftur á móti var berklapróf ekki
gert á börnum í farskólunum.
Borgarfj. Kona, 43 ára, veiktist í apríl af vondu kvefi. Þegar mín
var vitjað, hafði hún háan hita og smit í hráka. Fór á Vífilsstaðahæli,
e>ns fljótt og við varð komið, og dó þar í ágústmánuði. 2 drengir af
næsta bæ voru við nám á bæ þessa sjúklings, þegar hún veiktist. Þeir
lengu báðir vont kvel' 1—2 mánuðum seinna með þrálátum hita, og
voru báðir orðnir -j- við berklapróf um haustið, en -4- í fyrra. Sama
er að segja um 3 börn konunnar. Þau voru -j- við berklapróf í haust,
en -4- í fyrra. Veiktust ekki. Stúlka 25 ára veiktist af pleuritis tbc.
hatnaði. 4 skólabörn nú af þeim, er -4- voru í fyrra (2 börn fyrr
nefndrar konu og 2 bræður á næsta bæ, og er þeirra einnig getið áður).
6