Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 91
89
ur, er í land var komið ca. 2 tímuin seinna. Ég var ekki heima, en
nágrannalæknir hafði verið sóttur. Litla áverka var að sjá á líkinu.
Sennilega um ruptura hepatis að ræða. Önnur slys: Fract. antihrachii
2, claviculae 1. Lux. humeri 1. Nokkrar distorsiones, vuln. contusa,
puncta et incisa. Combustiones 3. Corp. alien. 4.
Flateyrar.. Roskinn maður í Súgandafirði fyrirfór sér fskaut sig),
að því er mér er sagt. Mín var ekki vitjað, og prestur getur ekki um
dánarorsökina í skýrslu sinni.
Hóls. Af slysum má telja 1 lærbrot drengs um fermingu. Var fluttur
í sjúkrahús ísafjarðar. 3 fengu brunasár, 1 mikil á báðum lærum
innanvert og mjöðmum. Þrisvar sinnum festust járnflísar í auga. 1
fékk sár á höfuð, 1 sár í góminn (vuln. perforat. palat. mollis).
Ögur. Lítið um meira háttar slys. Distorsiones 10, contusiones 4,
hypdrops genu 1, fract. radii 2, lux. humeri 1, art. interphal. dig. man.
1, haemorrhagia subconjunctivalis 1, vulnera 2, commotio cerebri 1,
ambustio III. stigs 1, II. stigs 2, og I. stigs 1. Eina alvarlega slysið var
djúpur bruni á þriggja ára telpu hér í Ögurvík. Hún settist ofan í
sjóðandi soðpott á eldhúsgólfi. Bruninn náði yfir allan sitjandann,
yfir bæði læri niður að hnjám, inn í vagina og þvagrásaropið og upp
á mitt bak. Gat nærri samstundis byrjað á meðferð, tannínhúðun, og
batnaði telpunni undrafljótt, þótt henni væri varla hugað líf um tima.
Hólmavíkur. Slysfarir með meira móti á þessu ári. 1 fótbrot, 1
handleggsbrot, 1 viðbeinsbrot, 1 olnbogabeinsbrot. Auk þess varð
telpa fyrir meiðsli á auga í sleðaferð, stakkst gaddavir í augað, og
endaði með því, að taka varð augað. 3 ára drengur óð út í sjó og
fannst eftir allanga stund fljótandi á grúfu. Lét ég' þegar flytja hann
heim til mín, en hitaði meðan á því stóð ullarteppi, ullarnærföt og
handldæði. Þegar komið var með dreng'inn, var ekkert lífsmark með
honum. Var hann samstundis færður úr öllu (klippt), þurrkaður í
heitum handklæðum og teppum, og' samtímis því gerðar öndunaræf-
ingar (H. Nielsen) og inj. coramini. Höfuðáherzla lögð á að hita hinn
kalda líkama. Eftir stundarfjórðungs tilraunir fór að sjást greinilegt
h'fsmark.
Miðfj. 1 stórslys á árinu, sem vildi þannig til, að 23 ára gamall
maður var einsamall að rífa niður útihústóftir, sem voru að falli
komnar, og' féll þá einn veggurinn ofan á hann. Skammt þar frá voru
bræður hans við útivinnu, og heyrðu þeir óljóst til hans, þegar hann
kallaði á hjálp. Tók nokkurn tíma að grafa manninn upp, því að
veggurinn hafði verið þykkur, og var maðurinn örendur, er hann náð-
ist. Engin merki um meiðsli sáust á líkinu, er ég kom þangað rúmum
hálfum klukkutíma seinna, og geri ég ráð fyrir, að maðurinn hafi
kafnað undan þunga veggjarins. Unglingspiltur fékk krókstjaka i
miðja kinnina og gegnum hana, og rifnaði út um munnvikið. Var
þetta Ijótt og sundurtætt sár, en það greri fljótt eftir aðgerð. Önnur
helztu slys: Fract. claviculae 3, costae 2, olecrani 1, cruris 1, anti-
hracliii 1, nasi 1. Lux. cubiti 1, humeri 2.
Blönduós. 6 ára gamall drengur á Skagaströnd varð undir tré, sem
hrotnáði úr krana, er hafður var til að ná grjóti upp úr höfninni fram-
an við bryggjuna. Lenti tré þetta á höfði drengsins, er lá frammi á
12