Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 136
134
Blönduós. Mun vera góð, að því er bezt verður vitað. Hér á Blöndu-
ósi er þeim gamahnennuin, sem þiggja af sveit, komið fyrir hjá nán-
ustu skyldmennum sínum, ef þess er kostur, og svo er víðar.
Sauðárkróks. Meðferð þurfalinga mun vera góð.
Húsavikur. Yfirleitt sýnist mér meðferð þurfalinga vera miklu hetri
en fjölda margra þeirra, er þurfa að leggja fé þeim til framdráttar,
og margur þurfalingur heimtar það, sem hinum finnst ekki til mála
koma að veita sér, ef hann á að sleppa við það að verða þurfalingur.
Öxarjj. Meðferð þurfalinga góð. Sveitarþyngsli af þeim eru varla til
nema i Presthólahreppi, og þó telst þar enginn alveg á sveit, en margir
eru styrktir.
Þistilfj. Þurfamenn eiga við saina að búa og aðrir um alla hluti.
Hróarstungu. Meðferð þurfalinga sæmileg eftir atvikum.
Reijðarfj. Meðferð þurfalinga góð.
Berufj. Meðferð þurfalinga virðist sæmileg. Þeir búa að vísu við
þröngan kost, en það gera flestir og ekki sizt þeir, sem eiga fullt í
fangi með að standa á eigin fótum.
Vestmannaeyja. Góð fram að þessu. Þar eð framfærslunefnd hefur
ekki hækkað framfærslustyrk enn þá, þó að krónan væri stýfð og
þrátt fyrir aiikna dýrtíð vegna yfirstandandi styrjaldar, hefur margur
þurfalingurinn haft úr litlu að spíla upp á síðkastið, og hef ég heyrt
umkvartanir víða, sem efalaust munu á rökum byggðar.
Eijrarbakka. Meðferð þurfalinga góð. Þeir fá fullnægingu þarfa
sinna ekki lakar en hinir, sem hjálparlaust berjast.
Keflavíkur. Meðferð þurfalinga góð.
14, Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir í heimahúsum.
Læknar láta þessa getið:
Stykkishólms. Vegir hafa mikið batnað síðustu árin, og eru ferðalög
á landi orðin mun auðveldari en áður var. Bílvegur er nú kominn út í
Eyrarsveit, svo að nú er það aðeins Skógarströndin ein í þessu hér-
aði, sem eigi er í bílveg'asambandi við Stykkishólm. Sú nýbreytni var
upp tekin á árinu 1938, að fólk úti um sveitir getur hvenær sem er
fengið tálsímasamband við Stykkishólm og náð í lækni. Getur það
verið mikil bót í sumuni tilfellum.
Blönduós. Ferðalög verða auðveldari með ári hverju, því að akvegir
léngjast stöðugt. Venjulegast er hægt að ná sjúklinguin í sjúkrahús
að vetri til, ef brýn nauðsyn er á, svo að ég hef ekki þurft að gera
nema eina stóra læknisaðgerð I heimahúsuni, síðan ég kom hingað.
Síðu. Á þessu ári gerðist það i fyrsta sinn, að sjúklingur var fluttur
til mín í flugvél. Það var bóndi á Hofi í Öræfum. Hann var þungt
haldinn af angina pectoris. Hafði ég verið sóttur til hans, en þó að
lionum skánaði í bili af meðulum, er hann fékk, elnaði sóttin á ný, og
fékk hann það vond köst, að vart var honuin hugað líf. Var þá ráð-
izt í að fá flugvél til þess að flytja hann til mín. Settist hún neðan við
túnið í Hofi og' flaug svo með sjúklinginn að Kirkjubæjarklaustri, en
ég fór þangað og' fékk bíl með hann hingað austur eftir. Sjúklingur-
inn var svo hjá mér í 1 ýó mánuð og' fékk góðan bata.