Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 128
Síðu. Áfengisnautn fer aftur minnkandi. Eiga stúkur, sem stofnaðar
hafa verið, sinn þátt í því,
Vestmannaei/ja. Með minna inóti drukkið í haust og stafar senni-
iega af peningaleysi. Kaffi og tóbaksneyzla svipuð og verið hefur.
Eyrarbakka. Drykkjuskapur hefur mjög' viljað brenna við í sam-
ijandi við mannfagnað ýmsan. Tekið hefur verið upp lög'reglueftirlit
við slík tækifæri, og er það til bóta. Tóbaksnautn svipuð og áður.
Keflavikur. Áfengisnautn töluverð á ölliun skemintunum.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður g'eta jiess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig'
2230 börn af 2294, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna.
Eru hundraðstölur sem hér segir (tölur síðastliðins árs í svigum):
Brjóst fengu . 87,8% (88,0% »)
Brjóst og' pela feng'u . 5,7— ( 5,7- -)
Pela fengu fi,5— ( 6,3- -)
Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu . 97,5— (98,0- -)
Brjóst og pela fengu . 1,3— ( 0,7- -)
Pela fengu . 1,2— ( 1,3- -)
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvikur. Meðferð ungbarna er góð og eru flest höfð á brjósti.
Ivvillar smábarna fátíðir.
Stykkishólms. Á árinu dó ekkert ungbarn nema ófullburða barn.
Meðferð ungbarna virðist mér góð hjá uppalendum og foreldrum.
Bíldudals. Meðferð ungbarna yfirleitt góð. Flestar mæður hafa börn
sín á brjósti. Mörgum börnum gefið lýsi.
Hóls. Ungbarnadauði enginn.
Ögur. Flest ungbörn fá brjóst, en sum brjóst og pela. Má meðferð á
þeim teljast í góðu lagi, enda ungbarnadauði enginn síðastliðin ár.
Miðfj. Meðferð ungbarna góð.
Blönduós. Mun yfirleitt vera í sæmilegu lagi.
Sauðárlcróks. Meðferð ungbarna yfirleitt góð.
Höfðahverfis. Allar konur, sem eignuðust börn í héraðinu, höfðu
hörn sín á brjósti nema í, en mismunandi lengi. Yfirleitt er meðferð
ungbarna g'óð, eftir því sem vit og þekking nær til. Lýsi er nú almennt
farið að gefa börnum, og eru þau ftest þroskamikil.
Húsavíkur. Meðferð ungbarna ágæt. Þar sem því verður við komið,
ía þau brjóst, en vitanlega mismunandi lengi. Mörgum er gefið lýsi,
frá því að þau eru fárra vikna, enda ber nú orðið mjög lítið á bein-
kröm.
Öxarfj. Meðferð ungbarna mjög góð.
Þistilfj. Meðferð ungbarna viðunandi.
Hróarstungu. Meðferð ungbarna má yfirleitt teljast góð. Flest fá
brjóst að minnsta kosti einhvern tíma. Lýsi er dálítið farið að nota.
Norðfj. Þó að meðferðin sé ekki slæm, þá gengur hæg't að bæta það,
sem ábóta vant er. Virðast ungar konur trúa betur eldri konunum i