Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 63
61
Berufl. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, taugaveiklun, gigt og
ígerðir.
Siðu. Eins og áður voru tannskemindir tíðasti kvillinn. Urðu þeir
sjúkling'ar 72 talsins, eða 22,2% af þeim, er til mín leituðu á árinu.
Með augnsjúkdóma konm 16, nieð gigt alls konar 15, taugaslappleika
°g iilóðleysi álíka margir, með fingurmein 8, furunculi 6, oxyuriasis
C, varicosis 5, morb. cordis 4, ulc. ventriculi 3. o. s. frv. Tannskemmda-
sjúklingarnir voru með langflesta móti, sem stafaði af því, að ég hef
' 3 ár hin síðustu gert við byrjandi tannskemmdir með hinu hand-
hiega Harwardsementi. Hefur þetta reynzt svo vel, að margir koma
nú með börn sin, þegar er þau taka að kvarta um tannverk, og ein-
staka maður lætur mig skoða tennur sínar einu sinni á ári og gera
við það, sem þarf.
Vestmannaeyja. Algengastar eru tannskemmdir og taugaveiklun.
Rangár. Algengustu kvillar fyrir utan tannskemmdirnar, sem eru
mjög tíðar, eru alls konar gigt, svo og blóðleysi og taugaveiklun. Enn
I remur finnst mér ekzem og aðrir hörundskvillar fara í vöxt í hér-
aðinu.
Keflavíkur. Algengustu kvillar eru tannskennndir, gigt, sérstaklega
lendagigt, og taugaveiklun.
2. Appendicitis.
Flateyjar. 2 sjúklingar. Báðir sendir á spítala til uppskurðar.
Bítdudals. 3 tilfelli. 1 var skorið. Öllum batnaði.
Blönduós. Er enn sem fyrr allalgengur sjúkdómur.
Ólafsfí. 2 tilfelli skráð.
Húsavíkur. Þetta ár hefur ekki verið m jög mikið um þenna sjúkdóin.
tdstilfl. Ekki algeng, þó tíðari nú en á fyrstu árum mínum hér. 4
hotnlangar voru teknir í skýlinu. 1 kona með fistil eftir botnlanga-
skurð var utan héraðs.
Regðarfl. Séð 2 tilfelli, skar annað.
Mýrdals. 3 sjúklingar.
Vestmannaeyja. Alltíður kvilli á árinu.
Grímsnes. Nokkur tilfelli, öll skorin í Reykjavík.
Keflavikur. 2 tilfelli skráð.
3. Avitaminosis.
Borgarnes. Rachitis kemur sjaldan fyrir hér.
Ogur. Beri-Beri 2, pellagra 1 og scorbutus 1. Sjúklingar þó aðeins 2,
fnnað kona með cancer abdominis, hafði alla 3 talda. Hún hafði á
nnnað ár svo til eingöngu lifað á hveitibrauði og soðnu vatni. Dó
skönimu síðar. Hitt var ung stúlka með klassiska Beri-Beri. Hún gat
ckki gengið. Hafði inest lifað á hveitibrauði og kaffi, og var þó nóg til
;ú nijólkurmat á heimilinu, en hann þóttist hún ekki geta bragðað.
"ún hafði og hypochlorhydri. Stúlkunni batnaði á hálfum mánuði
V*S Ido-Bl-injectionir og viðeigandi matseðil.
Blönduós. Beri-Beri sá ég á 21 árs gömlum pilti, sem hafði nokkra
stækkun á hjarta og negatíva hnéreflexa, en annars var sjúkdómur-
lnn ekki kominn á hátt stig. Piltur þessi var ofan úr Blöndudal, en
l'aðan hafa komið flestir þeir sjúklingar með þenna sjúkdóm, sem ég'
hef séð hér, hvernig sem á því stendur.