Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 8
6
Flestir læknar geta með almennum orðum ágæts árferðis og góðrar
afkomu almennings. Að öðru leyti er þessa getið um árferði:
Borgarff. Vinnufólksekla mjög tilfinnanleg.
Dala. Fjárhagsleg afkoma góð, nógir peningar, og skuldir munu
vart þekkjast lengur, en ekkert gert, sem ekki er von, því að bæði
skortir efni og vinnukraft, og búin ganga saman.
Þingeyrar. Skortur á verkafólki.
Flateyrar. Afkoma bænda sæmileg vegna ástandsins og verðbót-
anna. Yfirleitt má segja, að allir hafi fengið líkamlegum þörfum sin-
um fullnægt. Menn gátu veitt sér gott fæði og góð klæði og höfðu fjár-
ráð um venju fram. En húsfreyjur með hendur fullar fjár, en húsið
af börnum, eru að gefast upp og glata gleði sinni vegna hjálparleysis,
því að hjálp fæst ekki, hvað sem í boði er. Þær missa heilsuna, og
komandi kynslóð verður vanrækt. Hér á Flatevri hefur atvinnuveg-
unum hrakað ár frá ári. Bátunum hefur fækkað, síldarverksmiðjan
stendur aðgerðarlaus, hraðfrystilnisið veitir nokkrum hræðum vinnu,
þegar eitthvað fiskast. Menn lifa á trilluhátaróðrum og búhokri, en
líður nægilega vel til þess að hætta ekki eigum sínum og' áliti í at-
vinnufyrirtæki.
Isaff. Þorskaflahlutir litlir, en síldin bjargaði við afkomunni hjá
sjómönnum.
Hesteyrar. Árferði hið versta i manna minnum. Eggjatekja brást
nærri alveg.
Miðff. Afkoma almennings sæmileg', en þó varla eins góð og árið
áður.
Blönduós. Afkoma með lakara móti vegna hins óhagstæða sumars.
Sauðárkróks. Afkoma bænda mun yfirleitt hafa verið ágæt, en aðal-
erfiðleikarnir fyrir þá hefur verið að fá verkafólk. Afkoma manna í
kaupstaðnum mun einnig' hafa verið sæmileg.
Hofsós. Afkoma bændanna góð, þrátt fyrir lélega heyskapartíð.
Ólafsff. Heyfengur lítill. Þorskafli heldur rýr. Síldveiði dágóð.
Höfðahverfis. Heyfengur hænda var með minnsta móti, enda munu
menn yfirleitt hafa fækkað við sig skepnum. Undanfarin ár hefur
útgerð hér dregizt saman, nú aðeins orðnir eftir 3 mótorbátar og 3
trillur. Fiskveiðin gengið frekar illa. Sjómenn ráðnir upp á aflahlut
á þessum bátum, og er afkoma þeirra því miklu lélegri en þeirra, er
á síldveiðar fóru, en þeir fengu ágætis hlut. Yfirleitt mun þó afkoma
manna mega teljast allsæmileg á árinu og sumra góð.
Reykdæla. Heyfengur neðan við meðallag. Kartöfluuppskeran brást
víða. Mæðiveikin heldur áfram að breiðast út. Þrátt fyrir allt mun
afkoma manna hafa verið viðunandi.
Vopnaff. Afkoma bænda varð mjög góð og allverulegur gróði á
stærri búum. Fiskafli var í betra lagi og seldist allur að kalla eftir
hendi í fisktöku&kip. Þó mun afkoma þeirra, er sjó stunduðu, ekki
hafa orðið eins góð og verkamanna í landi. Afkoma landverkamanna
var mjög góð.
Fljótsdals. Afkoma manna góð, enda verð á landbúnaðarafurðum
hátt og hreysti í búfé.
Seyðisff. Almenn afkoma tæplega eins góð og undanfarin ár, því