Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 36
u
Höfðahverfis. Gekk hér fyrra hluta ársins, yfirleitt létt. Hljóp niður
i 3 piltum, og voru þeir lengi að ná sér.
Reykdæla. Gekk hér 3 fyrstu mánuði ársins. Engir fylgikvillar.
Þistilfj. Heldur væg.
Vopnafj. Tala þeirra, er veikina fengu, er án efa margföld tala
skráðra. Varð fyrst vart í marz og var síðan að stinga sér niður fram
undir haust. Veikin var afar væg og heyrðist naumast nefnd, nema
um hana væri sérstaklega spurt. Alvarlegra fylgikvilla varð ekki vart.
Fljótsdals. Eftirhreytur frá fyrra ári. Væg, en dálitið langdregin í
sumum.
Seyðisfj. Gekk hér frá því í febrúar 1942, og dó faraldurinn loks út
í febrúar 1943. Eins og getið var um í fyrri ársskýrslu, fengu margii'
karlmenn orchitis, og' hafa ekki allir sopið seyðið af því enn.
Norðff. 1 byrjun ársins eftirhreytur af áður genginui sótt.
Vestmannaeyja. Gert vart við sig á strjálingi, en yfirleitt mjög væg.
Hljóp niður í 2 af 7 piltum, svo að þeir töfðust frá vinnu um % mán-
aðar tíma.
Keflavikur. Nokkur tilfelli, einkum meðal sjómanna, en mikil brögð
voru að henni fyrir áramót árið áður. Nokkrir fengu orchitis, og 1
var af þeim ástæðum fluttur á sjúkrahús.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12- —13.
Sjúklingafföldi 19; 54—1943:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Sjúkl.1) . . . . 530 905 548 670 417 686 377 1186 1427 808
— 2) . . . . 226 194 151 233 220 289 191 517 550 346
Dánir . . . . 137 101 102 117 114 124 91 109 99 67
Lungnabólgu, bæði kveflungnabólgu og taksóttar, gætti miklu minna
cn síðast liðin 2 ár, en þó í meira lagi, eftir þvi sem áður gerðist.
Skráður lungnabólgudauði hefur aldrei orðið minni að tölunni, síðan
farið var að skrá banamein reglulega, að undan teknu árinu 1918 (53
dánir), en gera má ráð fyrir, að þá hafi orðið nokkur ruglingur á
skráningunni vegna spænsku veikinnar. Annars voru fæstir taldir
dánir úr lungnabólgu árið 1913 (69 dánir, 0,80%c landsmanna), en
öll árin 1911—1943 að meðaltali 132,1 (1,28%C). A þessu ári nemur
lungnabólgudauðinn hins vegar aðeins 0,54°/co landsmanna. Miðað við
skráða sjúklinga er heildarlungnabólgudauði ársins 5,8% (minnstur
áður 1918: 5,9%, 1927: 6,4%, 1941: 6,4%, 1942 5,0%). Úr kveflungna-
bólgu og lungnabólgu óákveðinnar tegundar deyja 7,4% skráðra
kveflungnabólgusjúklinga (1941: 7,8%, 1942: 4,3%), en úr taksótt
2,0% skráðra taksóttarsjúklinga (1941: 3,1%, 1942: 2,7%). Til saman-
burðar fer hér á eftir yfirlit um heildarlungnabólgudauða hér á landi
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.