Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 136
134
Flateyrar. Meðferð þurfalinga góð.
Sauðárkróks. Meðferð þurfalinga góð.
Höfðahverfis. Meðferð þurfalinga góð.
Fljótsdals. Meðferð þurfalinga ágæt.
Seyðisff. Nokkur gamalmenni þarfnast hjálpar sveitarfélagsins, en
óhætt er að segja, að vel fer um þau.
Fáskrúðsff. Meðferð þurfalinga, sem nú eru fáir, má teljast góð.
Vcstmannaeyja. Yfirleitt góð.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir í heimahúsum.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Ferðir héraðslæknis að miklu leyti í bílum. Á sumrum
er hægt að komast um mestan hluta héraðsins í venjulegum smá-
bílum, en að vetrinum er töluvert öðru máli að gegna. Þá eru flestar
vegnefnurnar, aðrar en aðalþjóðvegirnir, meira og minna ófærar slík-
um.bílum. Verður þá að fá til ferðanna stóra vörubíla, sem bæði eru
óþægilegri flutningatæki og miklu dýrari. Þessu til úrbóta væri að fá
Jeepbil í héraðið.
Dala. Vetrarferðalögin með sama hætti og áður, oftast á hestum.
Þegar fram á vorið kom og sumarið, ferðaðist ég mest í bil, sem ég'
festi kaup á sjálfur. 27. júlí fékk ég' að tilhlutun landlæknis Jeep-
bíl frá ameríska setuliðinu hér. Bíll sá reyndist yfirleitt vel. Má segja,
að hann komist hvarvetna þar, sem fært er með hestakerru, en heldur
er hann óyndislegur, opinn og kaldur, en úr því er þó raunar auðvelt
að bæta. 7. maí, að morgni, var ég' kallaður til sjúklings, 6 ára gamals
drengs frannni í Haukadal með svæsna botnlangabólgu. Ég' lagði svo
fyrir, að drengurinn yrði síðar um daginn flu.ttur til Búðardals til
aðgerðar. En veður var illt þenna dag, norðansveljandi og frost með
ljúki öðru hverju, og' þeg'ar til kom neitaði faðir drengsins að flytju
hann, og varð honum ekki haggað. Drengnum liafði versnað um dag-
inn, og fór ég' þá aftur fram eftir um kvöldið og tók með mér það,
sem ég gat, til aðgerðar. Ég þóttist nú sjá, að botnlanginn væri sprung-
inn, en að allgóðar líkur væru til þess, að um ígerðina lokaðist. Ákvað
ég því að bíða átekta, enda ekki árennilegt að ráðast í aðgerð þarna.
Húsakynni á bænum með því Iélegasta, sem hér gerist, og er þá mikið
sagt, og aðrar ástæður eftir því. Um morguninn, hinn 8., virtist hann
ekki lakari, og fór ég þá heim. Er á daginn leið, varð hann órólegur,
komst fram úr rúminu og' náði í eitthvað, sem hann draltk, eða faðir
hans sá aumur á honum og gaf honum að drekka. Við þetta versnaði
honum mjög. Fór ég því enn frameftir það kvöld. Þótti mér þá sýnt, að
hann væri á góðum vegi með að fá peritonitis diffusa, og ákvað að
hefjast handa um aðgerð, þrátt fyrir allt. Kl. 1,15 um nóttina hinn 9.
var þeim undirbúningi loks lokið, er hægt var að koma við, og hóf
ég þá verkið við Ijós af 10 lína lampa í chloroformaethersvæfingu. Að-
gerðin tók 35 mínútur og' tókst vel. Allmikill vökvi var í abdoinen og
gröftur í fossa iliaca. Engir samvextir. Botnlang'inn sprunginn. Er ég'
hafði tekið hann á venjulegan hátt, þurrkað upp gröftinn, eins og ég
gat ineð sem minnstu raski, lét ég dálítið af súlfanílamíðdufti í