Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 92
90
Svarfdæla. Enginn lézt af slysförum. Fract. femoris 1, brachii 1»
Collesi 1, claviculae 1, costarum í, pollicis complicata 1, hallucis compli-
cata 1. Infractio costarum 2. Svéinn, 5 ára, datt af sleða og lærbrotnaði,
hafðist brotið illa við, varð að skera til þess og spengja, en þrátt fyrir
það er fóturinn ekki vel beinn og drengurinn haltur enn, 9 mánuðum
síðar. 7 ára piltur datt úr rólu og handleggsbrotnaði. 17 ára piltur
féll af bílpalli og viðbeinsbrotnaði, er verið var að flytja hann, ásamt
fleiri verkamönnuin, heiin frá vegavinnu. Ungur Grímseyingur var á
fuglaveiðum undir höinrum á eynni, er steinn kom ofan úr bjarginu
og hjó í sundur aðra stórutá hans um miðju, svo að hún hékk aðeins
við á taug. Ekki sakaði piltinn að öðru leyti, en mjóu munaði. Lux.
digiti manus 1. Sublux. humeri 1. Lux. mandibulae habitualis 1: Floga-
veikur maður fer oft úr kjálkaliðnum, þegar hann fær flogin, og var
ég' þrisvar sóttur til hans til þess að kippa í liðinn. Combustio II 2.
Vulnus incisum 14, contusuin 9. Distorsio 4. Contusio 1. Contusio renis
(haematuria) 2. Ruptura musculi bicipitis brachialis 1. Commotio
cerebri 1. Corpus alienum orbitae 1, corneae 2, digiti 1. Stálflís hrökk
úr meitli, fór í gegnum efra augnlok og þvert í gegnum augað sjálft,
stöðvaðist inni i augntóftinni fyrir aftan augað og' náðist ekki með
neinum ráðum þaðan. Blæðing inni í auganu olli nokkurri sjóntruflun
í fyrstu, en það lagaðist brátt, og nú veit maðurinn ekkert af flísinni,
og sjónin niun liafa náð sér að mestu eða fullu. Smásveinn fann dós
með vítissóta svo kölluðum í fjörunni, fór að fitla við að leysa hann
upp í vatni, en er hann vék sér ofurlítið frá, notaði 4 ára gömul systir
lians tækifærið og fékk sér sopa af upplausninni. Brann hún talsvert
á vörum og í koki og' sennilega lika í mag'a, því að uppkast var blóð-
ugt. Hún virðist albata.
Akureyrar. Helztu slys, sem fyrir hafa komið á árinu, eru eftir-
farandi: Skotsár 2, hryggbrot 1, hauskúpubrot 3, lærbrot 5, upphand-
leggsbrot 3, fótbrot 4, framhandleg'gsbrot 11, viðbeinsbrot 3, kjálka-
brot I, sprungið aug'a 1, heilahristingur 3, liðhlaup á handlegg 5. Um
þá tvo, sem urðu fyrir skotsárum, skal þess getið, að annar þeirra var
8 ára drengur austan úr Mývatnssveit og hafði náð i riffil, og voru þeir
(sic) að leika sér að honum, er skotið hljóp í drenginn og fór í gegn-
uni lungað og sat fast aftur í hrygg. Drengurinn var þegar fluttur í
sjúkrahús Akureyrar og lá þar alllengi með háan hita, en að lokuin
lækkaði þó hitinn, og kúlan náðist tiltölulega auðveldlega. Var dreng-
urinn við beztu heilsu, er hann fór af sjúkrahúsinu. Um hitt skot-
slysið er það að segja, að l>að var 18 ára piltur, sem var á rjúpna-
veiðum og rasaði til, en skotið hljóp úr rifflinum og lenti í brjóst-
inu, þannig að það straukst með innri brjóstveggnum, og sat
kúlan úti undir skinninu. Mjög auðvelt var að ná kúlunni, enda batn-
aði piltinum tiltölulega fljótt.
Höfðahverfis. Engin störkostleg slys. Smiður í Hrísey, er ætlaði að
ganga frá skorsteini á húsi, féll ofan af tveggja hæða skúr, er hann
ætlaði upp á þak hússins. Handleggsbrotnaði hann og marðist á baki.
Var fluttur á sjúkrahús Akureyrar. Drengir voru að leikjum og lilupu
niður bratta brekku. Sá, er á eftir fór, dró á þann fyrri, ýtti eitthvað
við honum, er hann hljóp fram úr, svo að hann datt og viðbeins*-