Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 145
143
23. Húsdýrasjúkdómar.
Læknar láta þessa getið:
ísafi. Slátrun með allra mesta móti, 2830 fullorðið og 1214(5 dilkar.
Frá sumum bæjum er nærri hver follorðin kind morandi í sullum, og
her við, að þeir finnist í lömbum. Nokkuð bar á brjósthimnubólgu,
sérstaklega í fullorðna fénu.
Blönduós. 3 ferðir farnar til dýra, því að alloft er leitað til manns
ráða vegna þeirra, og fyrir hefur komið, að ég hef gert aðgerðir á hús-
dýrum eða gefið kúm kalkinndælingu i æð við doða.
Ólafsfi. Enn var veitt undanþága með slátrun í sláturhúsi Kaup-
lelags Eyfirðinga, en nú mun tryggt, að félagið reisi nýtt sláturhús.
Eyrarbakka. Mun minna talað um sauðfjárplágur nú en áður. Vera
má, að nú hafi menn beygt sig fyrir þeirn í auðmýkt, eins og hverjum
öðrum refsidómi, sein eigi verður umflúinn.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Árið 1941 var hafin endurnýjun á Strandgötu liér í Hafn-
arfirði, og var þessi endurnýjaði hluti götunnar orðinn 327 metrar
á lengd haustið 1943. Gatan sjálf, sem er steinsteypt, er 7,6 m á breidd,
íyrir utan gangstéttirnar, sem eru hellulagðar. Kostnaðurinn varð
ca. 200 þúsund krónur, og er talið, að fermeterinn hafi kostað kr.
79,00, þess hluta götunnar, sem gerður var árið 1943. 1942 var byrjað
á byggingu ráðhúss hér í Hafnarfirði. Á smíði þess að vera lokið árið
1944. Nýtt kvikmyndahús tók til starfa hér í desembermánuði 1943.
Húsið, sem að nokkru leyti er byggt upp úr gömlu húsi, er allmyndar-
legt, rúmgott og fallegt, bæði að utan og innan. Sýningarvélar eru af
nýjustu og beztu gerð. Talið er, að húsið hafi kostað liálfa milljón
króna. Nýtt hraðfrystihús var reist.
Skipaskaga. Á árinu hefur verið haldið áfram þurrkun Garðalands-
ins og undirbúningi þess undir ræktun. Var haldið áfram skurðgrefti,
og niunu hafa verið grafnir skurðir 4 km á lengd alls og eldri skurðir
endurbættir. Þá fór fram viðgerð á bátabryggjum, en bryggjurúm er
af skornum skammti, að tiltölu við útveginn, og tefur það afgreiðslu
fiskibátanna.
Borgarnes. Þetta ár keypti kauptúnið jörðina Hamar í Borgar-
hreppi í því skyni að hvetja þorpsbúa til aukinnar ræktunar og smá-
búskapar. Standa vonir til, að þetta megi verða til bjargræðis, þegar
erfiðleikar um afkomu steðja að aftur. Í lok þessa árs mun sá skriður
hafa komizt á rafmagnsmál héraðsins, að framkvæmdanefnd að raf-
virkjun Andakílsár undirritaði samninga um smíði á vélum til 5000
h. a. stöðvar. Verða þær smíðaðar í Svíþjóð og afhentar að stríðinu
loknu, þannig að mögulegt væri að fá stöðina uppkomna haustið
1945. Er ætlazt til, að stöðin nægi Akranesi og' Borgarnesi og sveit-
unum frá Hvalfirði til Snæfellsness.
Bíldudals. Talsvert unnið að gatnagerð og viðhaldi eldri vega.
Ögur. 2 hraðfrystihús tekin lil notkunar í Súðavik og á Langeyri, en