Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 48
46
þá venju, sem nú tíðkast í Ameríku. Af fylgikvillum í sambandi við
lækningu þessara sjúklinga ber að geta tveggja, sem fengu hepatitis
og þar af leiðandi icterus. Annar sjúklingurinn varð mikið veikur, en
náði sér þó að lokum.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hctfnarfi. Áreiðanlega fleiri en skráðir eru, en flestir fara til sér-
fræðingsins í Reykjavík.
Skipaskaga. Kynsjúkdómar hafa ekki komið fyrir.
Borgarfi. Varð ekki vart.
Borgarnes. Komu ekki fyrir þetta ár.
Flategrar. Enginn sjúklingur innan héraðs á árinu, en nokkrir sjó-
menn leituðu til mín með lekanda. Sárasótt sá ég ekki.
ísafi. Eins og skýrslur bera með sér, er nú minna um kynsjúkdóma
en fyrri stríðsárin; nálgast ástand fyrri ára.
Ögnr. Kynsjúkdómar engir.
Blönduós. Kynsjúkdóma varð ekki vart, enda virðist þetta hérað
sleppa merkilega vel við þá, þegar tillit er tekið til þess róts, sem er
á fólki hér á þessum árum.
Sauðárkróks. Annar af 2 skráðum lekandasjúklingum var innan
héraðs, en smitaður utan héraðs, án þess að hægt væri að fá það nánar
upplýst, hinn var útlendingur. Súlfalyfin virtust reynast vel við lek-
anda.
Ólafsfi. Varð ekki vart í héraðinu á árinu.
Höfðalwerfis. Sjúklingur kom til mín, er ég taldi, að hefði ulcus
molle. Hafði hann sár á glans penis og praeputium. Var að reyna að
græða þetta sjálfur, en tókst ekki. Batnaði fljótt, eftir að hann kom
hingað. Stúlku þá, er hann kvaðst hafa smitazt af, skoðaði ég vand-
lega, en hún virtist heil heilsu.
Regkdæla. Hafa aldrei þekkzt í héraðinu.
Vopnafi. Varð ekki vart frekar en að undanförnu.
Fljótsdals. Hefur ekki orðið vart á Fljótsdalshéraði í minni tíð.
Segðisfi. Varð ekki vart við lekanda í neinum íslendingi í héraðinu,
fremur en undanfarin ár. Einstaka útlendingur, helzt Norðmenn, hafa
lítils háttar leitað læknis (ekki skráðir). Allir hafa þeir sjúklingar
haft súlfalyf, sem komið hafa að góðu gagni. Sýfílis hefur lieldur ekki
orðið vart, að öðru leyti en þvi, að 2 erlendir sjómenn hafa fengið hér
lyfjainndælingar.
Norðfi. Þegar siglingar með ísfisk til Englands fóru að tíðkast
héðan, voru skipstjórnarmönnum bráðlega fengnar í hendur auglýs-
ingar, sem festa skyldi upp i skipunum, ásanit nægilegum forða af
leiðbeiningum um kynsjúkdóma. Auglýsingarnar munu óvíða hafa
verið i augsýn skipshafnar og líferni íslendinganna í hafnarbæjunum
tálmunarlítið óhóf og drykkjuskapur, enda óvanir bæjarlífi og flatir
fyrir pútunum. Það fór því svo, að brátt fór að bera á kynsjúkdóm-
um, einkum sýfílis. Svo illa tókst til, að snemma mun hafa sýkzt
15—16 ára gömul telpa, sem var óheppilega vergjörn. Hún smitaði að
minnsta kosti tvo. Annar þeirra var trúlofaður og smitaði kærustuna.
Flestir karlmannanna hafa verið sjómenn í siglingum, og verða alltaf
vandræði með lækningu þeirra, þegar til lengdar lætur, þó að þeir