Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 88
86
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og' sjálfsmorð á síðasta áratug teljast, sem hér segir:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Slysadauði .. 55 90 102 51 75 55 93 195 117 127
Sjálfsmorð 12 8 15 9 15 12 12 8 13 12
Slysfaradauði enn mjög mikill á þessu ári, þó að ekki nái það þvi,
er gerðist á hinu óvenjulega mannskaðaári 1941. Er sjórinn sem fyrr
lang stórtækastur, en þar næst kveður mest að umferðaslysum á
vegum.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Var eins og næstu 2 ár á undan mikið slysaár. Stairsta sjó-
slysið varð, er m/s Þormóður fórst í Faxaflóa á leið til Reykjavíkur,
að því er talið er nóttina milli 17. og 18. febrúar. Með honum fórust
31 manns. Af þeim voru aðeins 3 héðan úr bænum. Aðrir menn, sem
mér er kunnugt um, að hafi drukknað héðan úr bænum, voru 2 menn,
sem fórust með vélbátnum Hilmi, sem fórst við Snæfellsnes 26. nóv.
1 maður féll út af b/s Sæbjörg á leið milli Borgarness og' Reykjavíkur.
Það vildi til 16. apríl. í þeim mánuði kom sú fregn, að sjómaður
héðan úr bænum hefði farizt með skipi á leið frá Ameríku. Það sldp
fórst vegna hernaðaraðgerða. Auk þessara 7 manna fannst hér í höfn-
inni 17. apríl lík manns frá Vestmannaeyjum, sem hvarf hér 10.
janúar. Um miðjan júnímánuð gerði þýzk flugvél árás á strandferða-
skipið Súðina, þar sem það var á ferð á Skjálfandaflóa. Særðust
nokkrir menn í skotárásinni, sumir hættulega, en 2 biðu bana, og
var annar þeirra héðan úr bænum. I júlímánuði beið 19 ára piltur,
heimilisfastur hér í bænum, bana af voðaskoti, er hann var að fugla-
veiðum í Viðey. Sjómaður héðan úr bænum dó af slysförum í Nevv
York. Skipstjóri, heimilisfastur hér í bænum, féll úr stiga niður á
þilfar á skipi sínu, er Iá við bryggju í Hafnarfirði, og beið bana af.
í marzmánuði beið maður, heimilisfastur hér, bana af sprengjubroti,
er hann var á gangi í Austurstræti. f barnaheimili Hjálpræðishersins
kom það fyrir í maí, að ungbarn fannst dáið í rúmi sínu um morg-
uninn. Talið, að það hafi kafnað í rúmfötunum. Eins og kunnugt er,
létust 8 rnenn og 1 kona af methylalkóhóleitrun snemma i ágúst í
Vestmannaeyjum. Einn þessara mann átti heima hér í bænum. Mikið
kvað að uniferðaslysum í bænum á árinu. Að minnsta kosti 8 manns
dóu beinlínis á þann hátt. 6 aðrir biðu bana af beinbrotum eða af-
leiðingunr þeirra. Meðal þeirra unglingspiltur, senr féll niður unr þak
Stálsnriðjunnar i Reykjavík. Hinir voru 5 konur, flest aldraðar, sem
liöfðu fengið fract. colli fenroris vdð byltu og dóu af afleiðingununr. Eins
og að undanförnu læt ég fylgja hér nreð skrá yfir helztu slysin, senr
tekin voru til nreðferðar á árinu í sjúkrahúsunr bæjarins: Ambustio
53, amputatio traunratica 5, conrmotio cerebri 31, contusio thoracis 5,
var. loc. 15, corp. alien. oculi 1, pulnr. 1, var. loc. 5. Lux. acromialis
claviculae 1, humeri 8, cubiti 2, capituli radii 6, digiti nranus 2,
nrenisci 5, patellae 1. Perforatio corneae & lentis oculi 1, ruptura