Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 65
8. Bronchiectasis.
Ólafsfi. 1 sjúklingur.
9. Caries dentium.
Flateyrar. Tannáta afar útbreidd. 90% skólabarna var með tann-
skemmdir.
ísafi. Tannsjúkdómarnir sýnast óvinnandi fyrr en gerbreyting
verður á mataræði manna í áttina til aukins grænmetisáts og þar
með aukinna málmsalta í fæðunni og vítamína.
10. Cystitis.
Fljótsdáls. Algeng' í konum.
11. Diabetes.
Borgarnes. Diabetes mellitus 1.
Fáskrúðsfi. Sömu sjúklingar og áður. Fær annar þeirra insúlín.
Líður báðum vel og eru vinnandi.
Vestmannaeyja. 63 ára karlmaður kom til min á iækningastofuna
seint í júlí með drepkýli á baki. Þótti mér þetta þegar ískyggilegt,
prófaði þvagið, og var í því mikill sykur, enda reyndist blóðsykur hár.
Var sjúklingurinn þegar lagður á sjúkrahús, gefið viðeigandi fæði og
insúlin. Kýlið og drepið í því fór ekki minnkandi, og dó sjúklingur-
inn síðast í ágúst úr septicopyaemia. Ekki var fvrr vitað um veikina í
þessum manni, og vann hann, þar til hann fékk kýlið.
12. Eczema.
Borgarnes. Eczema 25.
13. Emphysema pulmonum.
Dala. 7 tilfelli, 5 samfara „heyinæði“.
Blönduós. Heymæði með emphysema pulmonum og ofnæmi fyrir
heyryki, hvað lítið sem komið er i hey, er að mínu áliti algengasti
atvinnusjúkdómur hjá þeim, er stunda gegningar. Full ástæða væri
til þess fyrir alla slíka menn að nota ávallt rykgrímui í heyjum, en
fæstir fást til þess, fyrr en þeir eru farnir að bíða tjón á heilsu sinni.
Undanfarið hefur verið erfitt að fá góðar heygrímur.
Ólafsfi. 2 sjúklingar.
Vopnafi. 1 sjúklingur.
Fljótsdals. Nokkuð algengur kvilli á rosknum mönnum. Erfitt er
við hann að fást, því að menn eru tregir til að nota heygrímur. Þeir,
sem hafa ráð á því að forðast hey á vetrum, haldast við.
14. Enuresis nocturna.
Seyðisfi. Ekki ótíður kvilli. Bezt gefst ephedrin við honum.
15. Epilepsia.
Dala. 2 tilfelli.
16. Erysipeloid.
Borgarnes. Erysipeloid 3.
Dala. 3 tilfelli í sláturtíðinni.
Hólmavikur. Kemur fyrir bæði í sláturtíð og einnig á öðrum tímum
^ við fiskverkun i hraðfrystihúsinu.