Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 146
144
ekki er þar nema ca. 50 tonna fiskibátafloti. Mætti standa til bóta.
Því að Álftafjörður er vildarhöfn og betri staður til manneldis fvrir
land- og landkosta sakir en sjálfur Skutulsfjörður.
Blönduós. Á Hólanesi var byrjað á stóru og fullkomnu hraðfrysti-
húsi, enda var það, sem fyrir var á Skagaströnd, hvergi nærri full-
nægjandi, þótt til mikils gagns hafi það verið.
Sauðárkróks. Hafizt var handa um að leggja skolpleiðslur um kaup-
túnið, og var að mestu lokið að leggja aðalleiðslurnar. Má vænta þess,
að flestir komi sér nú upp vatnssalernum. Fyrir 2 árum var byrjað
að flytja sorp og ösku frá húsum og hreinsa salerni, en nú varð að
hætta því aftur, af því að enginn fékkst til að vinna það.
Ólafsfí. Hitaveitan: Ekki var hægt að halda áfram með það fyrir-
tæki, vegna þess að pípur í aðalleiðsluna komu ekki fyrr en að áliðnu
hausti. Sundlaugarbygging: Lokið var við að steypa þróna ásaxnt
undirstöðu undir bimingsklefa og aðrar viðbyggingar. Hafnargerð:
Þar sem árlega grynnkar við bryggjuna, var bvrjað á að steypa hafn-
argarð norðan við hana. Er nú talið nauðsynlegt, að byi'jað verði
einnig á vesturgarði hafnarinnar. Vegagerð: Fjárveiting til vega-
S*erðar var með ríflegra móti, og kemst nú bíll næsturn á sveitarenda.
shús: Ný vélasamstæða, sem gengur fyrir rafmagni, var sett í Hrað-
frystihús Ólafsfjarðar h/f. Einnig 2 frystipressur í viðbót við 2, sem
fyrir voru. Samvinnufélag: Stofnað var samvinnufélag, Verzlunar-
félag Ólafsfjarðar. Keypti það brauðgerðarhús kauptúnsins, sem áður
var í einkaeign. Jafnframt setti félagið upp verzlun með nauðsynja-
vörur.
Svarfdæla. Lokið var á árinu öðrum áfanga í byggingu hafnar-
garðsins á Dalvík, og nær hann nú orðið það langt fram, að strand-
ferðaskip, eins og' t. d. Súðin, hafa lagzt að bryggju hafnargarðsins
til fermingar og affermingar.
Ilöfðahverfis. Engar meira háttar framfarir átt sér stað á árinu,
en mikið rætt um nauðsyn vegar hér og inn Svalbarðsströndina.
Höfnin hér á Grenivíli var rnæld með það fyrir augum að fá hér góða
bryggju og bæta höfnina, ef hægt væri.
Þistilfí. Túnrækt eykst hér með ári hverju. 30 tonna mótorbátur
keyptur hingað frá Eskifirði.
Vopnafí. Kaupfélag Vopnfirðinga lét gera viðbótargeymslu við
í'rystihúsið, sem tekur um 1500 kroppa. Bátabryggjan á Vopnafirði
var lengd fram í sjó um 9 m. Búnaðarfélag Vopnafjarðar keypti
dráttarvél með tilheyrandi jarðvinnsluáhöldum og lét vinna nokkuð
að túnasléttum með áhöldum þessum seinna hluta ársins.
Seijðisfí. Framfarir til almenningsþrifa hafa litlar verið á árinu, en
hagur bæjarfélagsins hefur stórum batnað, og' eru því ýmis umbóta-
mál á döfinni, eins og t. d. sundlaugarbygging, stækkun sjúkrahúss,
allverulegar vegabætur o. fl. Vonandi kemst eitthvað af þvi í fram-
kvæmd.
Síðu. Brú var gerð yfir Eldvatnið í Meðallandi, og er það mikil sam-
göngubót fyrir þá sveit.
Vestmannaeyja. Skipsmíðar hafa færzt í vöxt á seinni árum. Á ár-
inu rann af stokkunum i Dráttarbraut Vestmannaeyja vélskipið Von