Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 122
120
að hita upp stóx- hús, og þæi’ bxægðast helzt, þegai' þörfin fyrir þær
eru mest, þ. e. í frostum. Ofnar eru rnjög óvíða, en olíuvélar eru
talsvert notaðar til upphitunar. Vatnssalerni eru óvíða, en á flest-
um bæjum munu vera kamrar úti. Þrifnaður er upp og ofan. Ekki
má dæma þrifnað við matreiðslu eftir þvegnum gólfum.
Mýrdals. Húsakynni allgóð. Þrifnaður víðast allgóður. Þess má geta
hér, þó að það tilheyri að nokkru leyti árinu 1944, að haustið 1940
fór að bera á liis í barnaskólanum í Vík, og ágerðist eftir því sem á
leið og kom upp á hverju heimilinu á fætur öðru. Nokkru eftir ára-
mótin skrifaði ég ávarp (kryddað kveðskap) og lét bera um hæinn,
þar sem skorað var á alla heimilisfeður að sjá svo um, að tiltekinn
laugardag' færi hvert mannsbarn í bað, kembdi hár sitt, færi í hrein nær-
föt, skipt væri á öllurn rúmum og borið lúsameðal í hárið á hverju ein-
asta mannsbarni, en hreppsnefnd lofaði að borga brúsann. þetta
fékk góðar undirtektir, ég útvegaði 10 kg af Tinct. Quassiae og út-
deildi henni. Síðan hefur lús ekki heyi-zt nefnd hér, og eru þó hart
nær 3 mánuðir síðan.
Vestmannacyja. Húsnæðisekla tilfinnanleg, eins og í öðrum kaup-
stöðum. Reist hafa verið 9 íbúðarlnis, þar með talin 3 hús Byg'gingai-
félags Vestmannaeyja. Stækkuð hafa verið 6 íbúðai’hús, og' munu þær
breytingar auka húsnæði um 4 íbúðir. íbúðafjöldinn verður 19 ibúðir.
Stærsta hiísið er 774 m3 og það minnsta 220 m3. Samanlögð stærð
allra bygginganna er 5375 m3. Önnur liús 2 trésmíðahús 454,80 m3,
bifreiðastöð 140 m3, stækkun hraðfrystistöðvar 1300 m3, stækkun
frystihiíss 1000 m3, stækkun vélsmiðju 1200 m3, stækkun fiskiinjöls-
verksmiðju 1100 m3. Byggingarnar alíar úr steinsteypu. í smíðum eru
nú 8 íbúðarhús, þar með talin 2 hús Byggingarfélags Vestmannaeyja.
Verið að stækka 3 íbúðarhús. í þessuni byggingum verða 13 íbúðir.
Samanlögð stærð þessara bygginga er 5005 m8. Enn fremur eru i
smíðum hús Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja, hús Dráttarbrautar
Vestmannaeyja og verzlunarhús h.f. Heimis. Stærð þessara hiisa sam-
tals 2033 m3. Þrifnaður svipaður, batnar með bættum húsakynnum.
Grímsnes. Húsabyggignar litlar, þó byggð 3 íbúðarhús, sem ég veit
uin, úr vikurholsteini. Salerni vantar ekki víða, en þó mun það vera til.
Keflavíkur. Talsvert er ábóta vant þrifnaði í Sandgerði og neyzlu-
vatnsumbúnaður slæmur og varla viðunandi.
5. Fatnaður og matargerð.
Fyrir bætta afkomu vandar alþýða manna meira fatnað sinn en
áður, einkum spariklæðnað. Vilji og geta eru einnig mjög almennt
fyrir hendi til að bera meira í mat og allan viðurgerning, en víða er
takmarkað framhoð kjarnfæðu, einkum mjólkur, smjörs, eggja, græn-
metis og ávaxta, til hindrunar því, að eftirspurninni eftir þessuin
hollu fæðutegundum sé unnt að fullnægja.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Fatnaður og' fæði fólks hefur ekki tekið verulegum
breytingum. Kartöfluuppskera mjög léleg í sveitinni síðast liðið sum-
ar og' kartöfluneyzla þess vegna sennilega minni en áður. í Borgar-