Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 98
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir og deyfdyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur hér að lútandi hafa borizt úr öllum héruðum nema 1
(Hróarstungu). Skýrslan úr Rvík nær þó aðeins til daufdumbra og
hlindra:
Læknar láta þessa getið:
U m g e ð v e i k a.
Borgarnes. Oft furðulega erfitt að fá aðstandendur til að vilja þiggja
spítalavist fyrir geðveika ættingja sina, þegar þeir eru ekki alveg
vitfirrtir.
PatreksjJ. 1 maður skráður geðveikur; var áður á Kleppi, en vand-
ræðalítið enn þá að hafa hann í heimahúsum.
Flateyrar. 1 kona, 64 ára, varð geðveik út af ástamáluin. Var komið
til ísafjarðai'.
ísafi. Á geðveikradeild Elliheimilisins hér á Isafirði dveljast nú 7
geðveikir og 4 hálfvitar, og er Jiað hér um bil helmingi of mikið. Hér
verður að halda geðveika, sem að sjálfsögðu eiga hvergi heima nema
á Kleppi undir meðferð sérfræðinga, en engu er líkara en þessi geð-
veikrahola, sem í fyrstu var ætluð til að geyma sjúklinga milli ferða,
eigi nú að teljast fullkominn geðveikraspítali, því að síðast liðin 2
ár hefur reynzt ómögulegt að koma sjúklingi liéðan frá ísafirði á
Klepp.
Miðfi. 2 geðveikir sjúklingar, sem enn þá hefur ekki verið hægt að
fá vist fyrir á Kleppi, ráfa á milli bæja eða tigg'ja úti á heiðuin.
Oddvitar viðkomandi hreppa eiga í stöðugu basli með þessa sjúklinga,
og verða þeir meira eða minna að þvinga heiinilin til jiess að taka við
þeim.
Blönduós. 2 konur, sem áður hafa verið taldar ekki með öllum
mjalla, eru að þessi sinni ekki hafðar á skrá, enda nokkurn veginn
sjálfbjarga.
Ólafsfi. Geðveik kona veldur stöðugum vandræðum, nú ólétt i 5.
sinn og í 3. sinn frá því að ég benti hlutaðeigandi aðilum á, að heimilt
væri lögum samkvæmt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir,
að svo gæti orðið. Aftur skráð karlmann, sem hefur ekki verið á skrá
undanfarin 2. ár.
Akureyrar. Alltaf sömu vandræðin með gæzlu á því fólki, sem geð-
\eikt verður, og sjaldan er maður svo heppinn, að hægt sé að taka
á móti nokkrunl geðveikissjúklingi á geðveikrahælið á Kleppi. Gæzla
slíkra sjúklinga í heimahúsum hefur á þessu ári eins og áður, verið sér-
staklega örðug, vegna jiess hve erfitt er fá nokkurt fólk til slíkra starfa,
svo og' vegna þess, hve geysi kostnaðarsamt slíkt er. Þessir sjúklingar
eru þeir, sem mcst vandræði stafa af, eins og sakir standa, og líður
vonandi ekki á löngu, þar til eitthvað verður úr þessum vandræðum
liætt með einu eða öðru móti.