Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 138
136
16. Tannlækningar.
Skortur tannlæknishjálpar er víða mjög tilfinnanlegur.
Læknar láta þessa getið:
Borgcirfj. Ég gerði við tennur í Borgarnesi, Hvanneyrarskóla og 2
barnaskólum, Hlöðutúni og Dalsmynni. Fyllti um 330 tennur á árinu.
Borgarnes. Mér telst til, að ég hafi dregið 487 tennur í 181 skipti
úr ca. 150—160 manna á síðast liðnu ári. Tæpar 100 fylltar tennur
skólabarna eru árangurinn af tannlæknisstarfi Magnúsar Ágústssonar
1942. Því miður leyfðu ástæður hans honum ekki að halda áfram við
þetta nauðsynjastarf s. 1. haust, en væntanlega verður leitað eftir því
við hann framvegis.
Dala. 55 sjúklingar, 248 tennur dregnar.
Flateyrar. Tannaðgerðir engar hér.
Sauðárkróks. Enginn tannlæknir kom til Sauðárkróks í ár, og var
þess þó sannarlega þörf. En fólki finnst dýrt að láta gera við tennur
sínar, og verður það varla almennt fyrr cn sjúkrasamlögin sjá sér
fært að styrkja það verulega.
Vopna/j. Óli Baldur Jónsson tannsmiður dvaldist hér rúmlega mán-
aðartíma og smíðaði tennur í nokkra munna og gerði við tennur.
Vestmannaeyja. Tannlæknir starfar við barnaskólann, og er að því
niikil bót. Lætur hann þessa getið í sambandi við börn þau, sem send
eru til athugunar og aðgerða: Aðaláherzla er lögð á að fyrirbyggja
skemmdir í tönnunum. Tennur hvers barns eru athugaðar grandgæfi-
lega. Það kemur í ljós, að allur þorri barnanna hefur ekki hirt tenn-
ur sínar. Eru þær því hjá flestum þeirra meira og minna óhreinar, oft
með grænum eða dökkum skófum. Hið fyrsta, sem gert er við hvert
barn, er, að framkvæmd er tannhreinsun. Athvgli barnsins er vakin
á gagnsemi tannanna og einnig því, hve mikils vert það sé, að tenn-
urnar séu livítar og hreinar. Því næst er gert við þær fullorðinstennur,
sem hægt er að gera við. Sé sársauki í barnstönnum, er framkvæmd
kvalastilling. Helzt er forðast að draga þær út, nema nauðsyn beri
til. Þó eru í mörgum tilfellur dregnar út rætur, sem hindra fullorð-
instennurnar í að koma fram, eða koma fram á réttum stað. Þegar
svo allri aðgerð er lokið, er lagt fyrir barnið að útvega sér tannbursta
og koma með hann til tannlæknis. Er þá hverju barni sýnt, hvernig
bursta eigi tennurnar, og einnig hvernig hirða eigi munninn og tann-
burstann.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Sainkomuhús, kirkjur og kirkjugarðar óbreytt frá f. á.
Fé safnast stöðugt til kirkjubyggingar í Borgarnesi.
Bíldudals. Undirbúningur hafinn að byggingu samkomuhúss á
Bíldudal.
Flateyrar. Samkomuhús, kirkjur og kirkjugarðar eru allt hið sama
og var síðast liðið ár og' allt í sæmilegu ásigkomulagi. Kirkjur og
samkomuhús Flateyrar og Suðureyrar eru nýjar byggingar og mynd-
arlegar.