Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 134
132
annan í staðinn. Veggir hússins, sem er fárra ára gamalt, eru orðnir
mjög sprungnir.
Svarfdæla. Endurbætur voru gerðar talsverðar á barnaskólahúsinu
í Hrísey, og voru meðal annars sett í það vatnssalerni. í Árskógi var
að mestu leyti lokið við byggingu heimavistarskóla, en þó voru
heimavistarherbergi enn í smíðum, er skoðun fór fram. Skóli þessi
hefur nii mikið hiisnæði og' gott, og er það, sem hér segir: Til kennslu
er skólastofa 7,20X5,00X2,80 m og önnur 4,50x2,60X2,80 m (jafn-
framt bókastofa), handavinnustofa 3,50X5,00X2,80 m (jafnframt
leiksvið, færanlegt eitt þil). íþróttasalur 9,20X12,40X4,20 m (jafn-
framt samkomusalur). Fyrir hreinlæti er vel séð. í anddyri er skó-
skipta- og fataherbergi, og auk nægra salerna og handlauga fyrir
börnin eru 2 salerni með handlaugum, sem ætluð eru sérstaklega fyrir
samkomugesti. Þá er steypibaðsherbergi og gufubaðstofa og búnings-
lierbergi íþróttasalar (jafnframt notað fyrir leikendur). Heimavist-
inni eru ætluð 2 svefnherbergi, hvort 3,50X4,00X2,40 m, ráðskonu-
herbergi, borðstofa, eldhús, búr, þvottahús. íbúð skólastjóra er 3 hei--
bergi og eldhús, auk tíðkanlegra þæginda.
Akureyrar. Auk aðalskólaskoðunar á Akureyri var gerð læknis-
skoðun á vorskólabörnum, þegar er vorskólinn hófst. Skólalæknir var
í skólanum til viðtals á þriðjudögum og föstudögum eins og árið áður.
Höfðahverfis. Börnin skoðuð er þau koma í skólann og þá er þau
fara úr honum. Skólahúsið hið sama. Látinn hefur verið nýr dúkur
á skólastofugölfið og tvöfaldað gler í gluggum. Lýsisgjafir eru í skól-
anum, og virðast þær ómissandi, því að illa geng'ur að fá börnin til að
taka lýsi heima. Börnunum fór yfirleitt vel fram í skólanum.
Fljótsdals. Skólastaðirnir því miður ekki allir góðir og ekki að
búast við, að það lagfærist mikið, meðan skólastaðirnir eru valdir
með tilliti til barnflestu heimilanna. í Fellahreppi er þó skólastaður
einn í nýtízku rúmgóðu húsi með góðri upphitun, vatnssalerni og sér-
stökum svefnlierbergjum fyrir börnin.
Seyðisfj. Barnaskólar eru 2 í læknishéraðinu, í kaupstaðnum og á
Þórarinsstaðaeyrum. í Loðmundarfirði hefur enginn farskóli verið
síðustu árin, en þeim fáu börnum, sem þar eru á skólaaldri, komið
fyrir til kennslu í bænum eða á Eyrunum. Auk almennrar skoðunar
eru börnin vegin og mæld og gert berklapróf. Þó fórst það fyrir á Eyr-
unuin að þessu sinni.
Fáskrúðsfj. Skólastaðir flestir hinir sömu og áður. Langt er komið
stækkun á skólahúsi Búðaþorps, sem orðið var of lítið. Heimavistar-
skóla vantar tilfinnanlega í Fáskrúðsfjarðarhreppi.
Berufj. Þar, sem farskólar eru, er húsnæðið víðast Htið, en reynt er
að velja þá staði, þar sem húsrúm er bezt og húsnæði. Víðast vantar
salerni, og eru fjósin notuð i þess stað.
Siðu. Vegna inflúenzufaraldurs og ófærðar varð að fresta skóla-
skoðunum í Leiðvalla- og Kirkjubæjarhreppum þar til eftir áramót.
Vestmannaeyja. Hvert einasta barn barnaksólanna skoðað af lækni,
og' hjúkrunarkona lítur eftir þrifnaði þeirra allt skólaárið. Börnin
vfirleitt hreinlegri með sig' seinni árin. Óþrif fara minnkandi. Börnin
fá þorskalýsi skammdegismánuðina.