Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 132
130
skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 11176 hörn, eða 81,9%
allra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum en
heimavistarskólum. 329 börn, eða 2,4%, hafa notið kennslu í heima-
vistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skólun-
um. 1577 börn, eða 11,6%, hafa notið kennslu í sérstökum herbergj-
um í íbúðarhúsum og 556, eða 4,1%, í íbúðarherbergjum innan um
heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það virðist
vera mjög mismunandi: í hinum almennu skólahúsum er loftrými í
kennslustofum minnst 1,3 m3 og mest 8,6 m3 á barn, en jafnar sig
upp með 2,6 m3. í heimavistarskólunum 1,7—8,5 m3, meðaltal 3,7 m3.
í hinum sérstöku kennsluherbergjum í íbúðarhúsum 1.5—7,0 m3,
meðaltal 2,5 m3. í íbúðarherbergjum 1,7—11,3 m3, meðaltal 2,5 m3,
sem heimilisfólkið notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahúsum,
þar sem loftrýmið er minnst, er það oft drýgt með því að kenna börn-
unum til skiptis í stofunum. Vatnssalerni eru til afnota í skólunum
fyrir 9765 þessara barna, eða 71,6%, forar- og kaggasalerni fyrir 3674
börn, eða 26,9%, og ekkert salerni hafa 199 börn, eða 1,5%. Leikfims-
hús hafa 8088 barnanna, eða 59,3%, og bað 8610 börn, eða 63,1%.
Leikvellir við þessa skóla eru taldir fyrir 8132 börn, eða 59,6%. Lækn-
ar telja skóla og skólastaði góða fyrir 9183 þesara barna, eða 67,3%,
viðunandi fyrir 3856, eða 28,3%, og' óviðunandi fyrir 599, eða 4,4%.
Að Öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafnarfj. Leikfimishús barnaskóla Hafnarfjarðar (loftrými 371
m3) er sérstakt hús. Þar er bað, en ekkerf salerni eða mígildi, svo að
ungir og gamlir nota afrennslið í gólfinu, þá er við þarf. Húsið er
jafnframt notað fyrir íþróttaflokka Hafnarfjarðar.
Skipaslcaga. Skoðun fór fram mánaðarlega til að aðgæta þrif barn-
anna. Á síðast liðnu hausti tók til starfa Gagnfræðaskóli Akraness
í 2 deildum með alls 47 nemendum, og voru þeir allir skoðaðir
(hlustun) og reyndust heilbrigðir.
Borgarfj. Engin breyting á skólahaldi i héraðinu.
Borgarnes. Salerni voru á öllum skólastöðum þetta ár. Skólaeftir-
lit fór fram að haustinu og jafnóðum og skólarnir byrjuðu. Hús-
næðið misjafnt eins og fyrr. Barnaskólahúsið á Brennistöðum hlaut
nokkra aðgerð á árinu, og var settur í jiað ofn með olíkyndingu, sem
gafst vel. í skólahúsinu í Borgarnesi hefur verið komið fyrir hand-
laugum fyrir börnin. Góð mælitæki, vog með mælistiku, voru fengin
til skólans þetta ár.
Dala. Kennslustaðir flestir þeir sömu. 2 staði taldi ég ekki viðhlít-
andi og bannaði þá.
Bildudals. Skólastaðir eru 3 í héraðinu. Nokkurt fé er nú lagt til
hliðar árlega til skólabyggingar á Bíldudal að stríði loknu.
Flateyrar. Skólahúsin eru öll of lítil, óvistleg og illa viðhaldið, eink-
um i sveitinni. Eftirlit var nokkurt með skólanum á Flateyri, en
annars staðar ekki sökum fjarlægðar.
IIóls. Á síðasta hausti var tekið að nota kjallarastofu í samkomu-
húsi hreppsins til kennslu. Sóttu þangað kennslu yngstu börnin. Sú
venja, er tíðkázt hafði áður, að þrískipta hinum daglega kennslu-
tíma kennaranna, þótti eigi hepj)ileg. Var því það ráð tekið að nota