Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 200
198
kviðarholssárum. Liggur í fljótu bragði nærri að frýja lionum þeirrar
þekkingar á því líkum efnum, er læknum þá var vissulega skylt að til-
einka sér. Var hann þó þá þegar langlærður læknir (hóf háskólanám
1746), þó að hann léti enn lengi dragast að ljúka læknaprófi (1759).
Síðar um veturinn berast Bjarna enn fregnir af litlu stúlkunni í
Njarðvíkum í bréfi frá föður hennar, og er þess getið í dagbókinni
22. febrúar 1756:
Grimr Eyriksson fra Niarvik (sic) af 8d* hujus. 1° seiger mer umm barn
sitt ad take til ad hressast.
Síðan er ekkert um sjúklinginn vitað og því ekki fyrir hendi vitn-
eskja um, hvort framhald hefur orðið á batanum. Verður að liggja á
milli hluta, hversu nærri Bjarni hefur farið um sjúkdómsgreininguna,
svo og hvort honum hefur hér gefizt tækifæri til að reyna læknisaðgerð
þá, er hann taldi eina koma til greina.
Þó að þessarar vitneskju sé bagalega vant, eru til gögn fyrir því, að
Bjarni Pálsson mælir ekki algerlega tit í bláinn, er hann talar svo kunn-
uglega um að gera op á kvið sjúklings vegna „fylli“, því að eina slika
aðgerð að minnsta kosti hafði hann gert, og einmitt sumarið fyrir. Átti
þar í hlut systursonur hans, þá 10 ára, Gunnlaugur Magnússon prests á
Höskuldsstöðum Péturssonar.1) Til vitnisburðar um það er klausa í
dagbók Bjarna frá hinum sama vetri, skráð 4. febrúar 1756, þar sem
hann rekur efni bréfs fyrr nefnds mágs síns og hermir þetta m. a.:
Sra Magnus Petnrsson af 27. 9br .... 2° Talar umm litla Gun/ilaug ad
samnn sie groed sared aftur enn hann liafe þö grennst umm sponn sidann
i sumar eg opnade lifed, enn ecke hafc þorad ad láta Halldor Diakna opna
þöd aftur i haust er þar kom. Hann hefur feinged goda matarlyst ,og sitt
yfirbragd.
Rúmum mánuði síðar, 10, marz, skrifar Bjarni mági sínum:
Sra Magnuse Peturssj'ne 1* umm Gunnlaug öska eg hcfde þatZ vitad þa
nordanad kom þetta ræd eg a) banded umm lifed sie jafnann þraungt
bunded sem þoler fj) taZtest jafnmiZted af Riiipnalaufc og blödbergi se giorZ
decoctum ad i latnu litlu vinc, hvort liann skal drekka. kvold og morgna,
so svare vinglase, bann sltaZ movera sig fordast kullda enn vaxe samt
fyllen þarf aftur á atl stinga.
Það, sem Bjarni harmar að hafa ekki vitað, áður en hann fór að
norðan, er auðsjáanlega það, að sárið á kviðnum á drengnum var
hlaupið saman, og hefði hann viljað geta bætt um það. Halldór djákni,
sem minnzt er á í þessu sambandi, var Sigurðsson, og hafði verið þjón-
ustusveinn Bjarna Pálssonar á ferðum hans 1752—1754, nam af hon-
um ýmislegt um lækningar og var um tíma djákn á Þingeyrum.2)
í bréfi séra Magnúsar Péturssonar, dags. 16. febrúar, er Bjarna barst
1. apríl, virðist ekki hafa verið minnzt á líðan Gunnlaugs litla, en víst
hefur hann, fyrr eða síðar, náð nokkurn veginn heilsu, því að hann
gekk skólaveg, gerðist klerkur á Rip, en síðan á Reynistað, átti fjölda
harna, var að vísu heilsutæpur jafnan, en lézt ekki fvrr en nálægt sex-
1) Sveinn Pálsson: Æfisaga Bjarna Pálssonar. Ak. 1944. — BIs. 20.
2) Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jönsson: Læknar á íslandi. Önnur prentun
Rvik 1945. — Bls. 510.