Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 135
133
Eyrarbakka. Börn, kennarar og skólastaðir a!ls staðar skoðað, nema
í Grafningshreppi.
Keflavikur. Undirbúningur hafinn að byggingu skólahúss á næsta
ári.
12. Barnauppeldi.
Er jafnan talið mjög ábóta vant.
Læknar láta þessa getið:
Borgarncs. Fjöldi fólks sendir börn sín til vina og vandamanna uppi
um sveitir á sumrin, og læra þau þar ýmislegt til almennra verka og
bafa gott af. Hef ekki orðið var við nein vandræðabörn hér, né að
barnaverndarnefnd hafi þurft að skipta sér af neinu sérstöku.
Þingeyrar. Vinnukonur því nær ófáanlegar. Verður það ef til vill
til þess að breyta barnauppeldi íslendinga í betra horf.
Flateyrar. Barnauppeldi mun vandað eftir föngnm af flestum, og
mun vera mjög sæmilegt. Þó mun eftirliti með götulífi sumra barna
fram eftir kvöldum ábóta vant og óregla í dagfari allvíða.
Hólm'avikur. Engin merki sjást þess, að um sé hugsað að ráði.
Sauðárkróks. Má telja ábóta vant. Börnum líðst að hafa í frammi
alls konar prakkaraskap og óknytti. Einnig hafa nokkur börn orðið
uppvís að þjófnaði.
Ólafsfj. Allinikil lausatök eru á barnauppeldi bér. Börnin of sjálf-
ráð, miklar útiverur á kvöldin með hávaða og ljótuin munnsöfnuði.
Svo virðist sem sumir foreldrar kæri sig ekkerl uin að aga börn sín,
enda illa upp tekið, ef aðrir vilja beita aga við þau, t. d. kennarar.
Skólanefndin, sem jafnframt er barnaverndarnefnd, skrifaði lögreglu-
stjóra og krafðist þess, að ákvæðum lögreglusamþykktarinnar fyrir
kauptúnið um útiveru barna á kvöldin væri framfylgt, en í henni er
svo ákveðið, að börn innan 12 ára megi ekki vera úti eftir kl. 8 og
börn frá 12—14 ára ekki eftir kl. 10 á kvöldin neina i fylgd með
fullorðnum. Þessu var framfylgt um tíma, og var allur annar bragur
á kauptúninu, en brátt sótti í sama horfið, aðallega vegna langvar-
andi fjarveru lögreglustjóra. Að mínu áliti er sá reginmunur á að-
stöðu til barnauppeldis í sveitum og kauptúnum, að kauptúnin mega
kallast hreinustu víti í því tillili, saman borið við sveitirnar.
Höfðahverfis. Barnauppeldi mun í sæmilegu lagi. Þó munu börnin
sums staðar helzl til sjálfráð og látin eiga sig of mikið ein.
Vestmannaeyja. Víða ábóta vant.
13. Meðferð þurfalinga.
Fær undantekningarlaust mjög góða dóma.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Meðferð þurfalinga, sem einkum eru útslitin gamal-
menni, er ágæt. Eru þeim valdir verustaðir eins góðir og lcostur er á
og eftir eigin óskum, að því er við verður komið, en oft getur orðið
erfitt um dvalarstaði vegna fólksleysis, ef hjúkrunar þarf.
Bildudals. Meðferð þurfalinga telst góð. Styrkir til þurfalinga og
ellilaun verða að teljast sæmileg.