Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 79
77
3. Bergsveinn Ólafsson.
Ferðalagið stóð yfir frá 24. júlí til 25. ágúst. Skoðaðir voru sjúlc-
lingar á öllum áður auglýstum viðkomustöðum. Auk þess voru
nokkrir sjúklingar skoðaðir að Brekku í Lóni á leið minni austur. Sem
iyrr var reynt að liðsinna fólkinu eftir föngum með ráðleggingum,
lyfjum eða gleraugnaútvegun, að svo miklu leyti sem unnt var. Á
Seyðisfirði voru skornir upp í sjúklingur vegna cataracta senilis og
annár vegna glaucoma simplex. Þá voru og eftir þörfum gerðar smá-
aðgerðir, svo sem stílanir á táragöngum, ástungur á chalazion o. s.
frv. Um glaucomsjúklingana vil ég taka frarn: 6 þeirra virtust fljót-
lega þurfa aðgerðar við, af þeirn hafa 3 þegar verið skornir upp, með
góðum árangri, að því er ég bezt veit. Af hinum 3 hafði 1 sjúkdóm-
inn alveg á byrjunarstigi, og gerði hann ráð fyrir að koma til aðgerðar
í vetur, hinir 2 töldu sig ekki geta látið gera aðgerðina, annar (bóndi')
vegna þess, að hann kæmist ekki frá heimili sínu. Aðeins annað augað
var sýkt. Margir ala þá fallvöltu von í brjósti, að sýkin taki aðeins
annað augað, en reglan er, að bæði augun sýkjast, þótt stundum
Hði nokkur ár á milli. Sá sjötti neitaði aðgerð vegna lasleika. Af
öðrum nýjum glaucomsjúklingum, sem taldir eru, var einn þegar
blindur á báðum augum, sbr. síðar, hinum ekki treystandi til að-
gerðar vegna elli og lasleika, enda mátti gera sér von um, að sjón
héldist nokkur enn um alllangt skeið, með samvizkusamri meðala-
notkun, en hún var rækilega brýnd fyrir þessum sjúklingum. Um eldri
glaucomsjúklinga, er ég sá, var svo, að aðgerðir þær, er þeir höfðu
fengið, virtust vel hafa dugað, og þeir ekki frekari hjálpar þurfa i
bráð. Af þeim cataractasjúklingum, er ég sá, tel ég 4 þurfa aðgerðar
bráðlega. 2 hafa þegar verið skornir upp, hinir koma eflaust, er þeir
lelja sig ófæra vegna sjónleysis, en menn eru misjafnlega nægju-
samir með sjónina eins og önnur gæði lífsins. Batahorfur breytast
sjaldan, hvort aðgerð fer fram nokkrum mánuðum fyrr eða síðar.
Einn sjúkdómur, bólga í uvea, er mjög áberandi í Vopnafjarðar-
héraði, en þar eru talin 4 tilfelli, aðeins I annars staðar. Að minnsta
kosti 3 tilfellin munu vera berklakyns, og hefur þetta verið áberandi
algengt á þessum slóðum í sömu ættinni. í einuin þessara sjúklinga
virðist veikin vera virk, og er það 38 ára kona, er nú má heita alblind
af afleiðingum þessa sjúkdóms. Fyrir nokkrum árum var hún lengi
hér syðra til lækninga, og virtist þá veikin nema staðar í bili. Síðast
liðinn vetur ól hún barn, en á meðgöngutímanum og við fæðinguna
versnaði sjúkdómurinn mjög, svo að hún blindaðist að mestu. Lækn-
ingatilraunir, úr því sem komið er, tel ég tilgangslausar. Sá sjúkling-
ur, sem talinn er utan Vopnafjarðar, hafði fengið sjúlcdóminn eftir
inisheppnaða augnaðgerð, er framkvæmd var fyrir nokkrum árum.
Hann var nú bólgulaus, en augað blint. 2 alblinda sjúklinga, er ég
hafði ekki áður séð, sá ég nú í ferðinni. Annað var gamall maður á
Seyðisfirði. Orsökin var glaucoma. Hafði hann ekki leitað læknis fyrr
vegna sjóndepru sinnar. Hinn sjúklingurinn var kona sú með uveitis
tbc., er að ofan getur.