Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 23
21
croup. Auk serums til lækningar var það gefið til varnar í viðeigandi
skömmtum, eftir þvi sem við varð komið. Gripið var til þess ráðs að
bólusetja öll börn frá 1 árs aldri, og munu læknar hafa bólusett um
900. Einstaka eldri slæddust með, einkum þeir, sem í hættu voru.
Fengu sumir þeirra eldri þrota undan bóluefninu, en börnum varð
yfirleitt ekkert mein að því.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafiöldi 1934—1943:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Sjúkl........ 10 30 8 48 12 618 2941 135 338 9
^ánir ....... „ „ 1 „ „ 2 5 1
Er aðeins getið í 3 héruðum (Siglufj., Vestmannaeyja og Rangár),
en varla svo að heitið gæti nema í Vestmannaeyjum. Má faraldurinn,
sem hófst 1939 og náði hámarki árið eftir, nú heita útdauður.
Læknar láta þessa getið:
Vestmannaeyja. Veiktust sumir hastarlega og' voru lengi að ná sér.
Nokkrum sló niður aftur.
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
,S' júklingafiöldi 1934—1943:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Sjúkl........ 3 6 6 9 9 7 8 13 14 15
Dánir ....... 2 3 1 3 3 2 1 3 3 3
Auk hinna 15 sjúlclinga, sem skráðir eru á mánaðarskrár í 10 hér-
uðum (Rvík, Stykkishólms, ísafj., Sauðárkróks, Siglufj., Ólafsfj.,
Svarfdæla, Fljótsdals, Hornal'j. og Keflavíkur) er í ársyfirliti getið 9
tilfella, sem hér greinir: Álafoss 1 (phlebitis), Borgarnes 1, Flateyrar 2,
Höfðahverfis 2, Þistilfj. 1, Berufj. 1 og' Vestmannaeyja 1 (abortus
septicus). Sumt þessara tilfella mætti þó e. t. v. fremur heita febris
in puerperio en eiginleg' barnsfararsótt.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Á mánaðarskrám aðeins talinn 1 sjúklingur. Af öðrum gögn-
um má þó sjá, að nokkrar eru vantaldar. Úr barnsfararsótt dó 22 ára
gömul kona í sjúkrahúsi Hvítabandsins. Barnsfararsóttina fékk hún
eftir fósturlát og hefði því fremur átt að teljast dáin úr abortus septi-
cus, eins og önnur kona 27 ára, sem líka dó þar úr abortus septicus,
og flutt var í sjúkrahúsið austan úr Rangárvallasýslu. Með barns-
fararsótt ber vafalaust að telja þessa 4 sjúklinga: 28 ára göinul kona
úr Reykjavík, sem lá í sjúkrahúsi Hvítabandsins. 23 ára kona úr
Keflavík, sem lá i fæðingardeild Landsspítalans og var lögð þar inn
vegna placenta praevia. Voru sprengdir belgir. Nokkru seinna varð
konan háfebríl og fékk phlebitis. Lifði. Kona 21 árs, sem lögð var
febríl í fæðingardeildina. Barnið var tekið með töng. Á eftir varð hún
háfebríl í 4 vikur, fékk phlebitis í vinstra ganglim og abscessus í
hægri fossa iliaca. Lifði. Kona 23 ára, sem fæddi i fæðingardeild