Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 144
142
kölkunin og kvefið hefur hjálpað til að gera út af við mann, sem þegar er
mjög veill fyrir.
12. 27. nóv. J. J-son, 23 ára. Hafði orðið fyrir bílslysi og andazt daginn eftir.
Ályktun: Við áverkann, sem maðurinn hafði fengið á höfuðið hægra megin,
hafði höfuðkúpan sprungið jjeim megin, en jafnframt hafði gagnaugadeild
heilans (Iobus temporalis) liinum megin marizt og æðar þar sprungið. Af
Jiessu hafði hlotizt allmikil blæðing í og utan heilans, sennilega hægt og hægt,
sem hefur leitt til dauða.
13. 14. des. G. E-dóttir, 46 ára. Bill ók á konuna þ. 11. des., og dó hún sam-
stundis. Ályktun: Krufningin leiddi í ljós, að konan hafði orðið fyrir mjög
miklum ávcrka: Á liöfði var stórt sár, þar sem liöfuðleðrið hafði sprungið og
fletzt af’ á ca. lófastórum bletti, en höfuðkúpan var óbrotin. Ekki sjáanlegir
áverkar á heilanum, en í heilahimnunum voru nokkrar blæðingar. Hægri
upphandleggur var brotinn. 10 rif voru brotin hægra megin, þar af 6 tvibrotin,
og 2 rif v. megin. Út frá rifbrotunum hafði blætt inn í brjósthol. I>á var og
hryggur brotinn og blæðingar í mænugangi.
14. 22. des. Sjórekið lík, óþekkt. Hafði fundizt rekið á Snæfellsnesi 9. des. alls-
nakið. Líkið var mjög rotnað og mikið skaddað (vantaði stóra liluta af út-
limum). Hryggur þverbrotinn á 3 stöðum, en engar blæðingar i kring. Ályktun:
Lík af ungum manni, fremur þreknum, meðalháum. I’að er mjög skaddað og
rotið og andlitið afmyndað og óþekkjanlegt með öllu. Líkið hefur legið lengi
i sjó, sennilega nokkrar vikur, cn ekki unnt að kveða nánar á um það, m. a.
vegna þess, hve langur tími leið, frá því að það barst á land. Örugg drukkn-
unareinkenni fundust ekki. Áverkarnir gætu allir hafa hlotizt eftir dauðann.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. 2 álitsgerðir voru látnar í té í málum fyrir undirrétti, 2 vegna
barna á barnaheimilum og 3 í málum, sem lágu fyrir bæjarstjórn.
0 vottorð voru látin í té um ákærða menn og fanga, 3 vottorð um geð-
veikt fólk, skýrslur til sakadómara um meiðsli af mannavöldum og 9
vottorð í barnsfaðernismálum og um stúlkur fyrir ungmennadómi.
Auk réttarkrufninga, sem fóru fram i Rannsóknarstofu Háskólans,
skoðaði héraðslæknir lík af karlmanni, setn var sjúklingur á Kleppi
og drekkti sér þar í vík fyrir framan, og lík af karlmanni, sem vitað
var um, af hafði ölvaður fallið hér í höfnina, en lík hans fannst þar á
botninum nokkrum dögum síðar. Réttarkrufning var talin óþörf.
Ýmiss konar embættisvottorð önnur en skólavottorð og vottorð þau,
sem áður eru nefnd, voru uin 230 á árinu. Aidv þeirra önnur bréf ýmis-
legs efnis send frá skrifstofu minni nokkuð á 3. hundrað.
Borgcirnes. Mannskaðarannsókn fór fram á sjóreknu Hki af óþekkt-
um, hvítum karlmanni í Ytri-Görðum í Staðarsveit. Alitinn drukkn-
aður Ameríkumaður. Setuliðið lók líkið til varðveizlu og greftrunar
að rannsókn lokinni.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XX.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem hafa borizt landlæknis-
skrifstofunni, hefur sótthreinsun heimila farið fram 295 sinnum á
á árinu á ðllu landinu, langoftast vegna skarlatssóttar (73%) og þar
næst vegna berklaveiki (23%). Önnur tilefni ekki teljandi.