Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 207
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1945.
1/1945
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 23. okt., sam-
kvæint úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavilcur s. d„ óskað
umsagnar læknaráðs í málinu H. E. T-ius gegn S. E-syni o. fl.
Málsatvik eiu þessi:
Hinn'4. júlí 1943, kl. 8 siðdegis, varð H. E. T-ius, G-stíg 8 í Reykja-
vík, þá 57 ára að aldri, fyrir slysi með þeim hætti, að fólksflutninga-
bifreið sú, er hann var í á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur, rann
út af veginum við Kárastaði og valt þar um. Var þetta áætlunarbif-
reið í eigu stefnds. A slysstaðnum mun hafa verið búið til bráða-
birgða um sár stefnanda af amerískri hjúkrunarkonu, en síðar var
hann fluttur í læknavarðstofuna í Reykjavík og hlaut þar fullnaðar-
aðgerð. Liggur fyrir í málinu vottorð næturlæknis þess, er gerði að
sárum stefnanda, dags. 5. okt. 1944, þar sem aðeins getur áverka á
höfði („mjög mikið gapandi vinkilmyndað sár, 9—10 cm langt, frá
hársverði og niður fyrir mitt enni, ca. i miðlínu. Auk þess sáust smá
húðskrámur á nefi og höndum“) sbr. voltorð annars starfandi læknis
i Reykjavík, dags. 6. júlí 1943. Sami læknir vottar stefnanda 31. júlí
s. á. vinnufæran frá 20. s. m. að telja. Hinn 5. okt. 1944 vottar sami
læknir eftir minni um víðtækari áverka á stefnanda af völdum fyrr-
greinds bílslyss („bólga og eymsli um v. axlarlið aftur á herðablað
og eymsli í hálsvöðvum v. megin. Gat ekki snúið til höfðinu né lyft
v. handlegg' nema Htið eitt. Kvartaði lengi um höfuðverk og stirð-
leika í hálsi og' enn fremur um þrautir og stirðleika í öxlinni við erf-
iðisvinnu“). Vísar hann honum samdægurs til nuddlæknis í Reykja-
vik, sbr. vottorð hans s. d„ þar sem sjúkdómur stefnanda er greindur
sem periarthroitis humero-scapularis sinistra posttraumatica. Um
sjúkdóm stefnanda í öxlinni vottar enn fremur tryggingaryfirlæknir
20. okt. 1944 og 8. maí 1945. Starfandi læknir i Reykjavík hefur látið
málflutningsmanni stefnds í té umsögn, dags. 4. júlí 1945, um læknis-
vottorð þau, er fyrir liggja í málinu, og' telur „mjög vafasamt, að slas-
aði hafi orðið fyrir nokkrum þeim áverka, er valdið gæti“ framan-
greindum sjúkdómi. Stefnandi hefur verið röntgenskoðaður, sbr.
kvittun röntgendeildar Landsspítalans 22. fehr. 1945, en ekkert liggur
fyrir um, hvað skoðunin leiddi í ljós.