Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 19
17
legar farsóttir munu hafa gengið í héraðinu þann tírna, fyrir utan
það, að rétt aðeins varð vart við mislinga.
Síðu. Heilsufar með bezta móti. Að vísu ekki til skýrslur yfir mánuð-
ina júlí—september, en varla gat heitið, að læknis væri vitjað þá.
Mijrdals. Ekki kvillasamt, ef frá er talinn inflúenzufaraldur.
Vestmannaeyja. Heilsufar yfirleitt gott á árinu.
Grímsnes. Heilsufar í meðallagi eða tæplega það.
Keflavikur. Almenn heilbrigði í lakara lagi.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—27.
1. Kyerkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
S júklingafjöldi 1934—1943:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Sjúkl......... 4090 6036 4175 6713 6417 5528 5175 4781 5506 5608
Dánir .............. 1 1 1 1 „ „ 1 „ 1
Má heita landlæg um allt land, og er sjaldnast mikill mánaða- eða
áramunur. Þó koma fyrir faraldrar og þá oft í sambandi við aðra
kvilla, einkum kvefsótt. Nokkur munur er og á því, hve illkynia hún
er og gjörn á að leiða til ígerða. Á árinu gætti mjög lítið faraldra, og
ígerðir í ltverkum voru fátíðar. Hin nýju súlfalyf þykja gefast vel við
kverkabólgu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Aldrei illkynjuð né náði verulegri útbreiðslu.
Hafnarfj. Er hér alla mánuði ársins.
Skipaskaga. Stungið sér niður allt árið.
Borgarfj. Stakk sér niður alla mánuði ársins, faraldur hófst í maí
samtímis mislingunum og hélzt fram á sumar.
Borgarnes. Kom fyrir í flestum mánuðum ársins. Yfirleitt væg, að-
eins 1 sjúklingur með abscessus retrotonsillaris, sem var opnaður.
Bíldudals. Gerir meira og minna vart við sig flesta mánuði ársins.
Þingeyrar. Með minna móti.
ísafj. Viðloðandi alla mánuði ársins.
Ögur. Örfá tilfelli af hálsbólgu síðara hluta ársins.
Hólmavíkur. Fylgdi stundum kvefi.
Miðfj. Lítt áberandi.
Blönduós. Kverkabólga með minna móti.
Sauðárkróks. Gerir nokkuð vart við sig alla mánuði ársins.
Hofsós. Einstök tilfelli flesta xnánuði ársins, flest væg.
Ólafsfj. Dreifð tilfelli og væg.
Svarfdæla. Varð vart í öllum mánuðum nema tveim.
Höfðahverfis. Lítið um kverkabólgu.
Reykdæla. Aldrei neinn verulegur faraldur.
Þistilfj. Varð lítils háttar vart um veturinn og' haustið.
Vopnafj. Gerði nálega ekkert vart við sig.
3