Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 99
97
Grímsnes. Geðveikum sjiiklingum í héraðinu hefur reynzt ómögu-
legt að koma á Klepp.
U m f á v i t a.
Borgarnes. Meðferð góð, og munu allir vinna nokkuð.
Sauðárkróks. Fávitar hinir sömu sem áður og munu hafa sæmilega
aðbúð.
Höfðahverfis. Fábjánar eru hér 2, annar í foreldrahúsum, hinn
sveitarómagi, sem í nokkur ár hefur verið á sama heimilinu. En nú
er heimilið leyst upp, og hefur honum verið komið fyrir til sumar-
luála, enda vill eða getur fólkið ekki haft hann. Þá hefur enginn
sama staður fengizt fyrir hann, svo að til vandræða horfir um, hvað
við hann verður hægt að gera.
Seyðisfj. Fávitar á framfæri hæjarins eru 2.
Síðu. Maður, sem áður hefur verið skráður fáviti, er nú við nánari
athugun skráður geðveikur.
U m m á 1 h a 11 a.
Sauðárkróks. Aðeins 1 málhaltur skráður, en til álita gætu komið
fleiri en skráðir eru.
U m h e y r n a r 1 a u s a.
Borgarnes. Heyrnarvana munu varla fulltaldir, a. m. k. fleiri, sem
liefðu þörf fyrir og gagn af heyrnartækjum.
Blönduós. Sumt af hinu heyrnardaufa fólki hefur nýlega fengið
hey rnartæki fyrir tilstuðlan félagsins Heyrnarhjálpar í Reykiavík.
U m b 1 i n d a.
Blönduós. Einn hinna blindu, maður 27 ára, hefur nuinið blindra-
iðn, aðallega hurstagerð.
Um deyfilyfjaneytendur.
Blönduós. 2 konur taldar í síðustu ársskýrslu. Önnur dó á árinu,
en hin lá á sjúkrahúsinu og' var vanin af morfíni. Aftur á móti bættist
við 1 kona, rúmlega áttræð, vegna gallkveisukasta, sem notar nokkuð
morfín eða tetrapon daglega, en ekki í stórurn stíl.
Vestmannaegja. Deyfilyfjaneytendur sörnu sem áður. Nota minna
en áður, en neyta allra bragða til að ná sér í meira, og tekst það
víst oft eftir ólíklegustu krókaleiðum.
VII. Ýmis heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1943.
Á árinu voru sett þessi lög, sem til heilbrigðislöggjafar geta talizt:
1. Lög nr. 4 27. jamiar, um breyting á Iögum nr. 42 12. júní 1939,
um dýralækna.
2. Lög nr. 16 26. febrúar, um orlol’.
3. Lög' nr. 26 18. febrúar, um breyting á áfengíslögum nr. 33 9.
janúar 1935.
4. Lög nr. 31 2. apríl, um verzlun ineð kartöflur o. fl.
13