Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 118
116
leitt í trépípum til kaupstaðarins. Hafa þær ekki reynzt vel, eru lekar,
og hefur það kosfað mikla vinnu. Skolpveita bæjarins aukin verulega
á árinu, eða lengd um 1 km. Er nú mikill hluti bæjarins í sambandi
við skolpveitu, en þó gengur ekki eins greiðlega og ætla mætti að fá
húseigendur til þess að gera hjá scr vatnssalerni.
Borgarfí. Byggð voru 3 nýbýli hér í Reykholtsdal; eru þau orðin 8
i þeirri sveit. Annars lítið um húsagerð.
Borgarnes. Hús reist 2 í þorpinu og hið 3. stækkað. Kaupfélagið
enduríjyggði og breytti gömlu pakkhúsi í skrifstofuhús, vel útbúið
með hreinlætisherbergjum og þægindum fyrir starfsfólkið. Úti um
sveitirnar hafa byggingar stöðvazt að mestu. Vatnsleiðslan um þorpið
var aukin og endurhætt á árinu og afskekktum húsum, sem áður voru
vatnslaus, komið i samband. Þá var og unnið að því að endurbæta og
auka lokræsi þorpsins og götur. Allvíða ber á því, að undan klettun-
um, sem þorpið er byggt á og innan um, seitlar vatn í frostum á vetr-
um. Frýs fyrir leiðir þessa vatns, og myndast svellbunkar, afsleppir
og hálir og hættulegir vegfarendum. Nokkrir gamlir brunnar eru
hingað og þangað um þorpið. Ber brýna nauðsvn til að fjdla ])á og
gera bættulausa. Sláturhús kaupfélagsins hið nýja er vel sett að því
leyti, að sjórinn hirðir allan óþverra frá því og ber jafnóðum burt.
í sveitinni hafa bændur komið sér upp fjölda af vindknúnum raf-
stöðvum. Reynast þær víða vel, og fer mikið eftir, hve vel er um búið
í byrjun, svo og gæzlu. Er hin mesta híbýlabót að því að losna við
olíulampana. Enn mun vanta töluvert á, að salerni séu á hverjum bæ.
Hefur þó mjólkursalan haft mikil áhrif í þá átt að fjölga þeim, þar
sem þess hefur verið krafizt, að fjós væru ekki notuð til þarfagangs
á þeim bæjum, sem selja mjólk í samlagið. Einkum mun ábóta vant
um salernin á þeim svæðum, sem enn eru ekki komin i það vegar-
samband að geta notfært sér mjólkursöluna.
Dala. 2 ný íbúðarhús úr steinsteypu reist á árinu og fullgerð að
inestu. Einnig var um haustið hafin bygging húss í Búðardal, sem á
að verða gisti- og veitingahús ásamt íbúð eiganda. Vegna hins hörmu-
lega salernaleysis í héraðinu beindi ég því til sýslunefndar, að hún
léti umbætur í því efni til sín taka. Út af því var samþykkt á fundi
nefndarinnar, 18. mai, alvarleg áminning til þeirra heimilisfeðra, er
ekki hafa salerni á bæjum sínum, um að koma þeim upp á þessu
sumri samkvæmt heilbrigðissamþykkt sýslunnar og hreppstjórum
falið að sjá um, að því yrði framfylgt, að viðlagðri ábyrgð á hendur
þeim, er vanrækslu sýna um þetta atriði.
Patreksfí. Þrifnaður, bæði utan húss og innan, í sæmilegu lagi hér
í kauptúninu, þó að ýmislegt standi enn til bóta. Komið hefur ti!
mála, að hreppurinn taki að sér sorphreinsun í kaupstaðnum, en
það hefur enn sein komið er strandað mest á því, að enginn hefur
fengizt til að taka verkið að sér. Vatnsleiðsla er í hverju hvísi, en
vatnið er tekið úr brunnum uppi í hlíðinni. Þessir brunnar eru ónógir,
þegar þurrkar ganga, og' er þá oft hörgull á vatni. Öruggt vatnsból
er ekki fyrr en nokkuð langt i burtu, og má því gera ráð fyrir, að
þetta vatn verði að nægja fyrst um sinn. Unnið er að því að gera sam-
eiginlega skolpveitu fyrir allt kauptúnið. Eftir er að leggja í æði stórt