Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 35
33
azt á leið frá Reykjavik. Hún smitaði svo systur sina. Önnur fékk
lungnabólgu upp úr mislingunum. Tókst að einangra sjúklingana svo,
að fleiri tóku ekki veikina. Sjúklinga þessa hefur láðst að skrá á
mánaðarskrá.
Hornafi. 16 manns, ungir og' gamlir, voru bólusettir gegn mislingum
ineð góðum árangri.
Síðu. Mislin gar gengu hér í júní. Nokkrir fengu reconvalescent-
serum, og hef ég engan þeirra séð skráðan sem mislingasjúkling.
Mijrdals. Bárust í héraðið í júlí, sýktu 6 og lognuðust svo út af
'keypti serum fyrir 100 krónur og sat uppi með það).
Vestmannaeyja. Bárust hingað í maí úr Reykjavík og breiddust
ovenju hægt út, enda strönduðu þeir á varnargörðum þeirra mörgu,
sem veikina voru búnir að fá. Náðu mestri útbreiðslu í september. Ég
hef aldrei séð eins væga mislinga og þessa.
Eijrarbakka. Bárust lir Reykjavík að Selfossi, seint í aprílmánuði,
°g voru viðloðandi þar fram í júlí. Þeir breiddust ekki víðar út um
héraðið. Mér virtist sóttin allþung. Sumir sjúklinganna urðu mjög
veikir. Mjög bar á bronchitis capillaris og conjunctivitis purulenta.
Grimsnes. Bárust hingað í apríl frá Reykjavík. Breiddust tiltölulega
i 1 jótt út, og stóð faraldurinn í 5 mánuði. Var mun þyngri en síðasti
faraldur (1936). í Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum var allmargt
af fullorðnu fólki, sem hafði ekki fengið mislinga. Sprautaði ég margt
;*f þvi með reconvalescentseruin frá Rannsóknarstofu Háskólans. Bar
það ágætan árangur. Nokkrir smituðust, um sama leyti og bólusetn-
ingin fór fram, og veiktust því mjög létt, fengu aðeins hitavott og
urðu lítið rauðir. Meiri hlutinn slapp alveg við veikina.
Keflavíkur. Bárust hingað í marz frá Reykjavík. Enginn dó, en
nokkrir urðu hættulega veikir af lungnabólgu.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
S júklingafiöldi 1934—1943:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Sjúkl......... 2 „16 1 1 „ 1 197 5034 601
Hettusótt stakk sér áfram niður og nú einkum um Vestfirði, Norð-
ur- og Austurland, og loddi enn við á Langanesi í árslok. Virðist hún
œtla að þurfa 3 ár til að tjúka umferð sinni um landið, og' er það
svipað því, sein gerðist um síðasta landsfaraldur (1929—1931).
Veikin er almennt talin væg, þó alllangdregin í sumum og engan veg-
uin laus við hina alkunnu og hvimleiðu fylgikvilla sína.
Læknar láta þessa getið:
Bildudals. Talsverður slæðingur fyrra part ársins.
Þingegrar. Fyrstu 3 mánuði ársins komu nokkur tilfelli af hettu-
sótt. Var það áframhald af faraldri frá fyrra ári.
Sauðárkróks. Leifar af faraldri fyrra árs.
Ólafsfi. Nokkur tilfelli fyrra hluta árs.