Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 64
62
BorgarjJ. 5 létt tilfelli beinkraraar.
Dala. Rachitis: 3 tilfelli sá ég fremur væg, auk þess 5 tilfelli af
vestigia rachitidis.
Flateyrar. Eitt barn sá ég með rachitis hér í Önundarfirði og' annað
í Súgandafirði. Á Suðureyri er afar kvillasamt, blóðleysi, gigt, tauga-
veiklun o. fl. Mun þetta stafa af efnaskorti. Suðureyringar hafa litla
mjólk, ekkert af jarðarávöxtum eða grænmeti.
ísafj. Meira en áður hefur borið á skorti vítamína, sérstaklega C
og Bi. Nokkrir hafa leitað sér lækninga vegna blæðinga undir húð og
við lopa á fótum; batnaði hvort tveggja fljótt og vel við ofannefnd
vítamín. I Arnardal var 8 ára drengur með skyrbjúg.
Ögur. 4 sjúklingar.
Hestegrar. Skyrbjúgurinn stakk upp kollinum, sérstaklega í Aðal-
vík, og er það ekki að undra, þar sem fólk almennt var kartöflu-
laust frá því snemma um sumarið, mjólkurlítið um haustið, og ber
spruttu lítt eða fóru undir snjó snemma í september.
Hólmavíkur. Avítamínósur vafalaust til, þótt ekki séu greinilegar.
Oft sést allgóður árangur af fjörvilyfjagjöf. Orsakir þessa eru eða
liafa verið fátækt og' einhliða fæða, þótt ástæður manna séu nú yfir-
leitt miklu betri. Enn er þó ekki hægt að sjá mikinn mun, þar sem
mest hefur borið á þessu, en það er einkum við sjávarsíðu Sel-
strandar, þar sem eingöngu er stundaður sjór, mjólkurneyzla lítil og
ófullnæg'jandi og garðmatur af skornum skammti.
Ólafsff. 3 sjúklingar með greinilegum einkennum beinkramar.
Vafalaust er beinkröm á lágu stigi nokkuð algeng í ungbörnum, og
læt ég venjulega mæður fá calciferol handa börnunum, ef þær ráðgast
eitthvað um heilsufar barnanna við mig.
Höfðahverfis. Börn fá hér snemma lýsi, eins næga mjólk, stundum
jafnvel full mikla. Töluvert er hér af sjúklingum með liðagigt. Hef
ég gefið þeim Bi-vítamín með sæmilegum árangri yfirleitt. Rachitis
hef ég ekki orðið var við nú.
Fljótsdals. Merki beinkramar sé ég' árlega. B-skortur er áreiðan-
lega nokkuð algengur.
Fáskrúðsfj. Nokkur létt beinkramartilfelli komu fyrir á árinu, þrátt
fyrir almenna lýsisgjöf, en sumarið var mjög sólarlítið.
Vestmannaeyja. Nokkur væg beinkramartilfelli árlega. Reynt að
fyrirbygg'ja veikina af fremsta mætti með því að gefa börnum, sein
fæðast síðla árs, geislað lýsi og þorskalýsi, þegar þau eru V2 mán-
aðar gömul, en um fram allt með því, að mæður hafi þau á brjósti
og borði kjarnmeti, eftir því sem föng eru á, einkum alls kyns sjávar-
fang', sem hér berst á land, þegar á sjó gefur. Konur mjólka af nýju
fisksoði ekki síður en kýr, ef þær fást til að drekka það. B-vítamín-
skortur gerir nokkuð vart við sig, en ekki i stórum stíl, siðan menn
fóru að leg'gja rneiri rækt við grænmeti. 2 vanfærar konur komu til
mín með nokkur brögð að þessu, en batnaði báðum við thiamin-inn-
dælingar. Læknar nota B-vítamín, ef brögð eru að þessum skorti.
Riboflavín lief ég notað við inunnvikssprungum, sein ekki hafa gróið,
og hefur það gefizt ágætlega.