Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 111
109
Ö. Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja.
Berklavarnir. Til stöðvarinnar leituðu 1363 manns. Reyndust
41, eða 3,0%, hafa virka berklaveiki. 8 sjiíklingar, eða 0,6%, höfðu
sinitandi berklaveiki. Röntgenskyggningar 1165. Röntgenmyndir 31.
Blóðsökksrannsóknir 116. Loftbrjóstaðgerðir 14 (á ótilgreindum
ljölda sjiiklinga).
Að öðru leyti láta læknar ])essa getið:
Rvík. Um haustið stofnsetti Reykjavíkurbær mæðraheimili, sem
einkum var ætlað til dvalar barnshafandi konum með bágar heimilis-
ástæður.
Skipaskaga. Rauðakrossdeild Akraness hefur samþykkt að hefja
undirbúning að finnskri baðstofu.
Borgarjj. Sjúkrasamlag tók til starfa í Andakílshreppi.
Borgarnes. Læknisvitjanasjóður starfaði áfram. Kvenfélagið í
Borgarnesi hélt hjálparstúlku til aðstoðar á veikindaheimilum, í fé-
lagi við hreppsnefndina fyrra hluta árs. En í haust varð þessi þarfa
starfsemi að leggjast niður, þar sem engin stúlka fékkst til þess að
sinna starfinu. Ljósastofu hélt kvenfélagið aftur á móti í gangi um
tíma á útmánuðum. Sjúkrasamlag er ekkert i héraðinu.
Patreksfi. Sjúkrasamlag ekkert í héraðinu. Hjúkrunarfélagið á
Patreksfirði lílið starfað á árinu.
Flateyrar. Minningarsjóður frú Maríu Össurardóttur er nvi orðinn
24 þúsund. Hefur þessi sjóður haldið uppi ljósböðum nii sem áður, og
hafa um 40 manns notið baðanna. Sundlaugarnar í Önundarfirði og'
Súgandafirði eru mikið notaðar og góð heilsubót mörgum. Sólskýlið
í Súgandafirði var og nokkuð sótt. Hjiikrunarkona er starfandi á Suð-
ureyri og' stundar íbiiana af árvekni og kostgæfni. Er það mikil bót
ivrir þá og sparnaður. Sjúkrasamlag ekkert og ekkert hjiikrunarfélag.
ísafj. Starfsemi berklavarnarstöðvarinnar svipuð og áður, en skýrslu-
gerð i molum, sérstaklega eftir %, vegna þess að stöðvarhjúkrunar-
konan tók við yfirhjúkrunarkonustörfum sjúkrahiissins á miðju ár-
inu áður, en starfaði jafnframt við berklavarnastöðina til % þ. á. Frá
þeim tíma var engin hjiikrunarkona við stöðina. Ungbarnaeftirlitið
lá alveg niðri vegna farsótta. Starfsemi sjiikrasamlagsins óbreytt, og
var afkoma þess góð á árinu.
Ögur. Sjúkrasamlag eða hjiikrunarfélög engin í héraðinu.
Sauðárlcróks. Sjiikrasamlag Sauðárkróks hefur nú starfað í 2 ár
eftir nýju lögunum, og' gengur reksturinn vel. Flestir þeir, sem trygg-
ingarskyldir eru, eru meðlimir samlagsins.
Ólafsfj. Við aðra atkvæðagreiðslu um stofnun sjúkrasamlágs var
samþykkt með rúmum 90 atkvæðum að stofna samlag.
Fljótsdals. Ekkert hjúkrunarfélag eða sjúkrasamlag í héraðinu.
Seyðisfj. Elliheimilið rekið á sama hátt og áður. Getur það ekki
lekið á móti rnjög lasburða gamalmennum, þar eð engin hjiiltrunar-
kona er þar og húshjálp af skornum skammti eins og víðast hvar.
Sjúkrasamlaginu yegnar vel, og fólk skilur nii orðið ahnennt nauð-
syn þess. Hjúkrunarfélag er ekkert, enda óliklegt, að nokkur hjúkr-
unarkona fengist til bæjarhjiikrunarstarfa. 1 marz var stofnuð Rauða-