Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 51
49
allar líkur til, að hún yrði alhraust um áramót. í júlímánuði fékk hún
mislinga. Varð hart úti og vart hugað lif. Hún varð af tilviljun fyrsti
mislingasjúklingurinn, er tók sóttina innan héraðs. Kom á heimili,
Par sem aðfluttur sjúklingur lá í mislingum, og tók þegar sóttina, án
t*ess að nokkurn grunaði. Varð því eigi notað serum, sem annars kom
að góðu liði. G.egnlýsing síðar sýndi engar breytingar i lungum frá
I}ví, sem áður var. Hafði hoppandi hita. í nóvember kom í ljós spondy-
Htis. Hefur síðan legið í gipsrúmi og er nú liitalaus. 15 ára karlmaður
veiktist í 1. sinn. Var ósmitaður, þegar hann fór héðan. Kom heim
smitaður og' veikur. Hafði verið V2 ár á ensku flutningaskipi. Hafði
legið í 2 mánuði á enskum spítala í pneumonia, að því er talið var.
Er hingað kom, hafði hann pleuritis og adenitis hili. Engar lungna-
skemmdir sjáanlegar. Dvelur hér í sjúkrahúsinu, að því er virðist á
góðum batavegi. 40 ára karlmaður: Fyrir 20 árum sjúklingur á Víf-
ilsstöðum. Hefur sequele spondylitidis. Veiktist i desember í þungu
kvefi. Upp úr því pleuritis og hydrothorax. Liggur á sjúkrahúsinu hér.
Pirquetprófun skólafólks fór fram í sambandi við skólaskoðun.
Héraðsskólinn á Núpi: Aldur 14—23 ár. Karlar 12 -|-, 26 -4-. AIls 38.
Konur 5 -þ, 14 -f-. Alls 19. Af 57 nemenduin reyndust því 17 P 4-, eða
29%. I skólanum eru nemendur úr ýmsum landshlutum. Auðkúlu-
hreppsskóli: 18 nemendur, allir P-f-. Farskólinn í Keldudal: 11 nem-
endur, 2 P -)-, 9 P 4- = 18%. Hinir smituðu eru báðir aðfluttir, annar
úr Reykjavík, hinn frá Tálknafirði. Farskólinn í Haukadal: 20 nem-
endur, 1 P -f, 19 P 4- = 5,0%. Hinn eini smitaði, 13 ára piltur. Smit-
aðist í sumardvöl af berklasjúklingi, er kom veikur af tbc. pulm. úr
Keykjavík. Sá smitaðist þar. Barnaskólinn á Þingeyri: 54 nemendur,
5 P -(-, 49 P -f- = 9,3%. Farskólinn á Núpi: fi nemendur, allir P -f-.
Farskólinn á Lambahlaði: 15 nemendur, allir P Farskólinn á
Brekku: 4 nemendur, allir P -f-. Farskólinn á Hofi: 6 nemendur, allir
P -f-. Af þessum 134 barnaskólanemendum eru 126 P-f-, en 8 P 4- =
0,0%. 2 hinna smituðu eru aðfluttir og smitaðir annars staðar.
Flateyrar. Er ég kom hingað siðast íiðið vor, var ég strax sóttur
til M. S.-dóttur í Súgandafriði, en hún lá þar þungt haldin af lungna-
tæringu. Hafði hún legið þar mánuðum saman í lélegu, þröngu húsi,
fullu af fólki, og heimsótt af fjölda ættingja. Ekki hafði hún fengizt
að heiman, og heimildarlögum um flutning ekki verið beitt. Tel ég, að til
hennar megi rekja sýkingu allmargra í umhverfi hennar. Er ástandið
allalvarlegt á Suðureyri í þessum málum, og þyrfti gagnger rannsókn
fram að fara á öllu fólki þar hið bráðasta. Börn M. S. 4 hafa öll sýkzt
þar, 2 legið um tíma á ísafirði með hilitis, og er annað þeirra nú
smitandi og sent á Vífilsstaði. H. M.-dóttir helur sýkzt þar. G. E,-
dóttir kom þar oft, liggur nú á ísafirði með þrota í lunga. G. G. J.-son,
bróðursonur hennar, kom þar oft, dó síðast Jiðinn vetur úr meningitis
tbc. Systkini hans 2 munu liafa sýkzt af honum, eru nú Moro -j-, en
voru áður -4-. Líklegt, að dótturdóttir hennar sé sýkt orðin, og senni-
lega fleiri. Berklapróf (Moro) var gert á öllum skólaskyldum börnum
i héraðinu. f Súgandafirði reyndust af 64 börnum 16 -}- eða 25%.
Af þeim eru 2 -]- nú, sem áður voru -4-. Á Flateyri reyndust af 69 börn-
um 11 -}-, eða 15,9%. Af þeim er 1 tilfelli nýtt. Lítið virðist vera um
7