Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 42
40
ísafí. 1 nýsmitun berkla, starfsstúlka við sjúkrahúsið.
Sauðárkróks. 2 tilfelli skráð, aðeins annað á mánaðarskrá. Annað
ung kona, er nýlega hafði legið í mislingum. Hefur síðan verið fylgzt
með heilsufari hennar og ekkert alvarlegt komið í ljós enn þá.
Ólafsfí. 2 tilfelli, dren gur og telpa, bæði 13 ára, en bæði skráð sem
berklaveik, þar sem í báðum tilfellum var um nýsmitun að ræða. Við
skyggningu sást ofurlítil hilitis í drengnum, en var horfin í árslok.
Vestmannaeijja. 3 tilfelli í sambandi við berklasmitun (greinileg
kilitis við röntgenskvggningu, áður Pirquet -^, í þessmn svifum Pirquet
-f-). Eitt var kona á fertugsaldri, áður Pirquet -f-, en fékk uvn líkt
leyti pleuritis tuberculosa. Smitberum komið á hæli.
20. Ristill (herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 20.
Sjúklingafíöldi 1934--1943:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Sjúkl. ..:... 20 72 47 64 62 63 70 59 58 51
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Nokkuð ber alltaf á þessum kvilla, og þetta ár voru sjúkling-
arnir með fleira móti.
Borgarnes. Kemur alltaf fyrir öðru hverju. í þetta sinn 3 sjúklingar,
ekki á mánaðarskrám.
Vopnafí. Hvimleiður kvilli vegna taugagigtar, sem fylgir á undan eða
eftir eða hvort tveggja.
Fljótsdals. Dálítið bar á ristli, en lítið um hann að segja, nema þá
helzt það, að mér virtist hann standa í sambandi við hlaupabólu.
Segðisff. 78 ára karlmaður fékk sérstaklega illkynjaðan herpes á v.
öxl og' upphandlegg. Yfirleitt finnst mér sjúklingar vera leng'i að ná
sér eftir ristil.
Vestmannaegja. Enginn faraldur.
21. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 21.
Sjúklingafíöldi 1934—1943:
1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943
Sjúkl......... 21 6 43 72 33 4 38 102 169 82
Smáfaraldrar hér og þar, og kvað mest að í Skipaskagahéraði. Ann-
ars tíðast dreifð tilfelli, og er þá hæpið að telja umferðakvilla.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfí. Annar tveggja skráðra sjúklinga hafði verið skorinn upp
vegna myoma uteri. A 3. degi veiktist sjúklingurinn hastarlega af
gulusótt og lézt á 11. degi eftir uppskurð. Má vera, að hér hafi ekki
verið um að ræða venjulega uinferðagulu, heldur Jóns Árnasonar
veikina (hepatitis acuta).