Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 112
110
krossdeild Seyðisfjarðar sem deild úr Rauðakrossi íslands með 127
meðlimum, þar af 6 ævifélögum.
Siðu. Sjúkrasamlög eru hér engin enn, en nokkur merki þess, að
menn séu farnir að ranka við sér í þeim efnum, a. m. k. í einum
hreppi.
Vestmannaeijja. Von er um, að ungbarnavernd komist hér á á þessu
ári (1944). Er háfjallasól þegar fengin til stöðvarinnar, en hjúkrun-
arkona, sem ráðin var frá áramótum, veiktist, svo að hvín gat ekki
komið. Ég vona, að mikið vinnist á í heilbrigðisátt með slcipulögðu
eftirliti barna til 3ja ára aldurs. Læknarnir munu ganga harðar og'
betur eftir því, að börn séu á brjósti, en sumar Ijósmæður, sem óttast
mæðurnar eins og „þingframbjóðendur“ kjósendurna, og láta títt
konurnar alveg sjálfráðar. Tilfinnanlega vantar ljóslampa handa börn-
unum skammdegismánuðina, og' barðist ég lengi fyrir því, meðan ég
var í skólanefnd, en fjárhagur þá aldrei talinn leyfa. Nú er því ekki
til að dreifa, en húsakostur er þröngur og því borið við nú. Ekkert
hjúkrunarfélag. Bærinn hefur ráðið konu til aðstoðar á heimilum,
þegar konur fatlast frá vegna barnsburðar og veikinda. Er lítið lið að
þessu, því að heimilin eru oft mörg og húshjálparlaus, þegar konan
er frá, dæturnar í flökun eða annars staðar í fastri vinnu. Konur
fara nú á sjúkrahús til að ala hörnin, en þar er pláss afskammtað,
nerna vísa þurfi karlmönnum frá, sem auðvitað þarfnast sjúkrahús-
vistarinnar líka, einkum á vertíð, þegar margt er aðkomumanna.
Grímsnes. Hjúkrunarkona sú, sem starfað hefur á Laugarvatni, er
þar ekki lengur. Sömuleiðis er úr sögunni hjálparstúlka Kvenfélags
Biskupstungnahrepps, og' er það illa farið i þeirri mannfæð, sem nú
er á heimilunum. Sjúkrasamlög hafa nú starfað 2 ár í 3 hreppum
héraðsins. Fjórða samlagið hefur starfað 1 ár. Allir eru ánægðir með
þau hlunnindi, sem þau veita, en gjaldið hefur reynzt of Iágt hjá
flestum þeirra. Það hefur nú verið hækkað til muna. A árinu hafa
svo verið stofnuð samlög i þeim 2 hreppum héraðsins, sem Taka þau til starfa um þessi áramót. C. Rannsóknarstofa Háskólans. eftir eru.
Prófessor Níels Dungal hefur gefið hennar á árinu 1943: eftirfarand i skýrslu um störf
Berklaveiki: Jákvæð Neikvæð Samtals
Hrákar, smásjárrannsókn með litun . 145 894 1039
Þvag — — 1 100 101
Magaskolvatn — — 3 20 23
Ræktun úr hrákum 7 57 64
— — þvagi 9 92 101
— — magaskolvatni 3 20 23
— — ígerðum 8 10
— — liðvökva . 0 5 5
— pleuravökva 0 13 13
— — ascitesvökva 0 3 3
— mænuvökva 9 0 8
— vmsu ‘) 10 12