Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 62
60
Sauðárkóks. Algengustu kvillar: Farsóttir og aðrir sjúkdómar á
mánaðarskrá, tannskemmdir, slys alls konar, tauga- og' gigtarsjúk-
dómar, ígerðir og bráðar bólgur.
Hofsós. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, gigt, meltingar-
kvillar, húðsjúkdómar, ígerðir og bólgur.
Ólafsfj. Algengustu kvillar, auk farsótta, eru sem áður tannsjúk-
dómar. Næstir i röðinni verða svo taugaveiklun, vöðva- og taugagigt
og blóðleysi, einnig slys.
Höfðahverfis. Algenguslu kvillar auk farsótta voru alls konar gigt,
tannskemmdir, húðsjúkdómar, blóðleysi, taugaslappleiki.
Fljótsdals. Mest bar á tannskemmdum, þá taugaveiklun, alls konar
gigtveiki, þó nokkuð á húðkvillum og meltingartruflunum. Vöðva- og'
taugagigt er mjög algeng og þrálát, og' þó sérstaklega ischias og
lumbago. Ég hef reynt ýmiss konar meðferð, B-vitamíninnspýtingar
og alls konar bakstra með misjöfnum árangri. Sumir fara lengra, i
nudd og díathermí, líka með misjöfnum árangri.
Seijðisfj. Tannskemmdirnar verða alltaf fyrstar í röðinni. Magn-
leysi og' höfuðverkur, oft samfara taugaóstyrk, eru mjög algengar
kvartanir, sérstaklega þó hjá kvenþjóðinni, og ber mest á slíku að
vetrarlagi. Blóðmælingar sýna oft lítils háttar blóðleysi, en sennilega
getur bætiefnaskortur átt drjúgan þátt í þessari vanlíðan, ásamt
vetrarinnistöðum, því að erfiðlega gengur að fá fólk til að skilja nauð-
syn útivistar og hreyfingar. Ymsir meltingarlcvillar eru algengir,
hægðatregða oft erfið viðureignar. beir, sem þjást af henni, nota nú
orðið meira „gróffæði“ en hægðalyf, og gefst það betur. Gigtin loðir
við marga. Nuddaðgerðir tneð hitaböðum hjálpar vel, i bráð að
minnsta kosti.
Fáskrúðsfj. Tannskemmdir, gigt vöðva og tauga, og blóðleysi.
Berufj. Munu vera tannskemmdir og alls kyns gigt.
Síðu. Algengastar eru tannskemmdir, svo að varla sést nokkur
tnaður með allar tennur heilar. Mikið er um gigt alls konar og svo
talsvert af meltingarkvillum.
Vestmannaeijja. Algengustu kvillar, eins og undanfarið, tann-
skemmdir, sem þó fara minnkandi, taugaveiklun í kvenfólki, blóð-
leysi og ofþreyta vegna ónógrar heimilishjálpar, því að ungu stúlk-
urnar vilja nú miklu fremur standa við flökun fisks heldur en vinna
að heimilisstörfum. Sjómenn kvarta mjög um magaveiki vegna þung-
ineltanlegrar fæðu og einhæfrar, seni þeir hafa með sér í bitakössum
á sjóinn. Annars mikið af meiðslum, skurðir við fiskaðgerð, flökun
o. fl. þess háttar. Húðsjúkdóinar eru algengir nokkuð og gigt vöðva
og tauga. Töluvert er hér um eczema.
Grimsnes. Gigtarsjúkdómar ýmiss konar mjög algengir.
2. Anaemia perniciosa.
Dala. 1 tilfelli (sbr. fyrra árs skýrslu) reyndist berklaveiki (sbr.
hér að framan).
Seyðisfj. Ég líl svo á, að 1 sjúklingur hafi haft þenna kvilla. Helzt
vinnufær með því að fá 2—3 lifrarkúra á ári, ásamt saltsýru og
pepsini.