Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 77
75
Fæðingar, fósturlát o. þ. h....... 12,6— (13,5—)
Slys ............................. 7,3— (6,6—)
Aðrir sjúkdómar .................. 66,0— (65,5—)
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Flateyrar. Súgfirðingar hafa hjúkrunarkonu og leita því litið
læknis. Tel ég þó mikla nauðsyn til bera, að læknir hafi nánara sam-
band við þá en raun er á. Veldur þar mestu ferðakostnaðurinn, sem
er fátækum ofviða. Bót A'æri að því að hafa bíl til vikulegra vitjana
á sumrum, en fjárstyrk til bátsferða á vetrurn.
Ögur. Hef getað notað Djúpbátinn í 6% ferð af 41.
Hesteyrar. Ferðir voru margar farnar, meðan héraðslæknir sat á
Hesteyri, en síðara helming ársins aðeins 4,2 í hvorn hrepp, og var
þó alltaf hægt að fara, þegar ástæða sýndist til. Auk þessa voru
farnar 2 skólaskoðunarferðir og 2 aðrar eftirlitsferðir.
Vestmannaeyja. Ég tel, að ekki færri en um 80% héraðsbúa hafi
leitað til lækna á árinu. Með minnsta móti ferðir í skip, vegna þess hve
fá erlend fiskiskip eru hér í grennd við Eyjar, því að vart má segja,
að þau sjáist, saman borið við það, sem áður var. Eyþór Gunnarsson,
báls-, nef- og eyrnalæknir, dvaldist hér um vikutíma. Ferðir og dvöl
hans og augnlæknanna vel séð af héraðsbúum.
Eyrarbakka. Ferðir fullir 12 þúsund km að lengd samtals. Viðtals-
tíma þann, sem ég' hafði haldið uppi að Selfossi, varð ég nú að leggja
niður.
F. Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar
um landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson,
augnlæknir í Reykjavík, um Vestfirði, Helg'i Skúlason, augnlæknir á
Akureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykja-
vík, um Austfirði, og Sveinn Pétursson, augnlæknir í Reykjavík, um
Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
1. Kristján Sveinsson.
Dvöl á flestum viðkomustöðum 1—2 daga, nema á ísafirði í 9 daga.
í Flatey aðeins stutt viðdvöl. Víðast var mikið að gera, og sýnir það
bezt nauðsyn ferðalaga þessara. í þetta skipti hitti ég aðeins 3 nýja
glaucomsjúklinga, og er það óvenjulega lítið; gamlir glaucomsjúk-
hngar komu margir — í kaupstöðunum flestir — til eftirlits. Meiri
hluti sjúklinganna var með kvartanir vegna presbyopia, conjunctivitis
chronica, blepharitis, svo og gamalt fólk með sjóndepru vegna catar-
actbreytinga i lens og fundusbreytinga af völdum æðakölkunar. Á
ísafirði gerði ég 1 aðgerð (exstirpatio sacci lacrimalis), annars ekki
nema smávægilegar aðgerðir (chalazionaðgerðir). Alls voru skoðaðir
á ferðalagi þessu 715 sjúklingar, og skiptast þeir eftir stöðum og
helztu sjúkdómum, sem hér segir: