Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 86
84
lát, sem Ijósmæður geta ekki. Giftar konur, fleirbyrjur. Konur óska
æ meira nærvistar læknis við fæðingar, og því mun það vera, að æ
fleiri fæða á sjúkrahúsi með hverju ári. Annars virðist mér sú regla
heppilegust fyrir læknana að koma sein minnst nærri vanfærum kon-
um. Á sjúkrahúsi var gerður partus arte praematurus sem tilraun
til að bjarga konu með mb. cordis, en dugði ekki, því að konan dó
nokkrum dögum eftir létta fæðingu af sínum mb. cordis.
Vopnafi. 2 börn tekin með töngum. í báðum tilfellum konur, sem
fæddu í fyrsta sinn og með fremur þrönga grind. 1 öðru tilfellinu stóð
höfuð þvert í efra grindaropi, og bar að hvirfilbein. Vegna þess að
mikil áherzla var lögð á að fá lifandi barn, var töng reynd, og náðist
barnið lifandi, en þó með miklum erfiðismunum. Vending var gerð
tvisvar, í annað skiptið á fullorðinni konu vegna þverlegu. í hitt
skiptið var náð í fót vegna aðburðar á sitjanda hjá stúlku, er fæddi
í fyrsta sinn. Grind var þröng, og þrátt fyrir það, að barnið var ekki
fullburða, g'ekk framdrátturinn erfiðlega. Barnið var hálfdautt, en
lifnaði við respiratio artificialis og var vel lifandi, er læknir fór. Það
dó þó 4—5 tímum eftir burtför læknis.
Fljótsdals. Þrisvar var ég beðinn að framkvæma fóstureyðingar. f
engu tilfelli sá ég ástæðu til minna afski])ta. Fósturlát er mér ekki
kunnugt um á árinu.
Seyðisfí. 83 ára multipara með þverlegu. Konan flutt í sjúkrahús
og þar gerð vending og framdráttur. 20 ára primipara með djúpa
þverstöðu höfuðs, tangaraðgerð. 42 ára multipara (Loðmundarfirði),
adynamia uteri og óstilling. Konan fékk ca. 5 sm3 pituitrín. Fæðing
cftir ca. klst. Konum og börnum heilsaðist vel. Eg hef í einstaka
tilfellum látið Ijósmóðurina gefa pitúitrín samkvæmt fyrirmælum i
síma, og hefur það gefizt vel. Ljósmóðirin er æfð og dugleg. Aldrei
farið fram á, að gerður sé abortus provocatus. Það er kunnugt orðið,
hvaða undirtektir það fær.
Norðfj. Aðallega deyfingar. Einstaka pitiiitrínsprauta. Engar að-
gerðir.
Fáskrúðsfj. 1 sitjandafæðing, adynamia í 2 tilfellum; að öðru
leyti var tilefnið dysdynamia eða ósk um deyfingu. Fósturlát 1 á ár-
inu.
Berufj. Gerð var af lækni abrasio mucosa uteri. 1 fósturlát komið
fyrir á árinu, 35 kona í Stöðvarfirði.
Hornafj. I tvíburafæðing, hvort tveggja fótarfæðing. 1 mjög lang-
dregin fæðing, 0 sólarhringar. Engin minnzt á abortus provocatus og
aðeins 2 keypt condomata.
Síðn. Primipara. Sótt var Iítil, og reyndi Iæknir árangurslítið að
örva hana. Lagði síðan töng á höfuð hátt uppi. Þetta reyndist hydro-
cephalus og sprakk við framdráttinn. Konan fékk ruptura perinei
completa, en greri ekki vel, og var gert við hana um sumarið á Lands-
spítalanum með litlum árangri. 1 fósturlát.
Mýrdals. Eitt sinn var ég ekki heiina, er kona veiktist með tölu-
verðri blæðingu. Amerískur herlæknir, sem hér var í Vík, var sóttur
til konunnar, og var þá blæðing að mestu hætt. Hann skoðaði kon-