Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 126
124
Scuiðárkróks. Mjólkursamlag kaupfélagsins starfaði eins og að und-
anförnu. Fer öll mjólkursala utan kaupstaðarins gegnum það, en eins
og að undanförnu fer alltaf fram einhver mjólkursala manna á milli
innan kaupstaðarins.
Ólafsfj. Aldrei hafa verið hér eins mikil mjólkurvandræði og í
sumar. Ivúni hefur fækkað vegna okurverðs á töðu, en margir kaup-
túnsbúar verða að kaupa alla töðu að. Mun töðuhestur hingað kominn
kosta um 100 kr. I júlíbyrjun sneri ég mér til útibússtjóra KEA og fór
fram á, að útveguð yrði mjólk frá mjólkursamlaginu. En þá strand-
aði á því, að enginn fékkst til að selja mjólkina, ekki einu sinni úti-
búið sjálft. Leið svo og beið þar til um mánaðamótin ágúst og se])t-
ember, að mörg ungbörn höfðu ekki mjólkurdropa. Þá fékkst Verzl-
unarfélag Ólafsfjarðar tii j>ess að selja mjólkina í brauðsölubúð sinni,
en þá kom babb í bátinn. Gangverð mjólkur hér var almennt kr.
1,35, en talið var, að Ólafsfjörður væri á sama verðlagssvæði og Ak-
ureyri. Þar var mjólkin seld hærra verði. Var því svnilegt, að með
flutningskostnaði og dreifingarkostnaði yrði mjólkin hér mun dýrari
en leyfilegt útsöluverð. Stóð í stappi um þetta allan septembermánuð,
en loks tókst mér að fá því framgengt, að mjólk kom hingað til sölu
i október, en allt of seint, eftir ítrekuð viðtöl við samlagsstjóra og
landbúnaðarráðherra.
Höfðahverfis. Mjólk framleidd og seld til Akureyrar sumarmán-
uðina. Aðra mánuði ársins verður lítið úr henni, þar sem flest sveita-
heimili hafa meiri mjólk en þau þurfa sjálf. í flestum árum mætti
flytja hana mestan hluta ársins, ef upphleyptur vegur væri inn Sval-
barðsströndina héðan.
Þistilfj. Mjólk er A'íðast hvar nægileg, nema á timabilinu september-—
nóvember, en þá skortir hana oftast í kauptúnunum.
Fljótsdals. Mjólkurframleiðsla er mikil, en einungis til heima-
notkunar. Eitthvað er þó selt af sinjöri.
Seyðisfj. Vegna mikillar öáranar í kúm, hverju sem uui er að kenna,
er að verða tilfinnanlegur skortur á mjólk í bænum. T. d. hefur
sjúkrahúsið alltaf rekið kúabú með 4—5 kúm og oftast haft gnægð
mjólkur, en nú er svo komið, að kýrnar eru 3 að höfðatölu og mjólka
lítið. Síðast liðið vor veiktust allar 5 kýrnar í einu, aðeins 1 þeirra
náði sér nokkurn veginn, 1 drapst, og 2 urðu gagnslausar, svo að þeirn
varð að farga. Dýralæknir, sem var sóttur óraleiðir með miklum til-
kostnaði, kenndi um óhollu fóðri, en þó er það svipað eða eins og
það hefur verið. Svipaða sögu hafa fleiri kýreigendur að segja, og
eru því margir að gefast upp á kúahaldinu, af skiljanlegum ástæðum.
1 sveitaheimili í nágrenni bæjarins (Dvergasteinn) hefur talsvert kúa-
bú (13—14 kýr) og selur mjólk í bæinn. Bætir Jiað nokkuð úr brýn-
ustu þörfinni. Verulegt kúabú, hvaða fyrirkomulag sem liaft yrði
á því, er nauðsynjamál fyrir kaupstaðinn. Hyrfu þá um leið hinir
dreifðu húskofar urn bæinn, sem eru sífelldur ásteytingarsteinn, hvað
viðvíkur utanhúss þrifnaði. Fitumagn mjólkur hefur reynzt sæmilegt.
Fáskrúðfj. Mjólkursala er enn óskipulögð og eftirlitslaus. Mjólkur-
framleiðslan ónóg suma tíma árs.
Vestmannaeyja. Bændur telja sig ekki fá nóg fyrir mjólkina, en