Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 37
35
°g í Kaupmannahöfn síðan 1913, hvort tveggja iniðað við 100 skráðra
sjúklinga.
ísl. Kh.
1913—1917 16,9 % 21,2 %
1918—1922 9,9 — 16,8 —
1923—1927 11,7 — 25,5 —
1928—1932 11,8 — 33,8 —
1933—1937 13,6 — 35,3 —
1938—1942 9,2 — 11,5 —
1943 5,8 — 5,8 —
Það, hve mikið hefur dregið úr lungnabólgudauðanum í Kaup-
mannahöfn á síðustu árum, mun almennt þakkað hinum nýju lungna-
bólgulyfjum. Slíkrar iækkunar dánartölunnar gætir að vísu hér, en
engan veginn hattar eins fyrir, hvað sem veldur.
1. U m k v e f I u n g n a b ó 1 g u :
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Miklu minna bar á kveflungnabólgu en næsta ár á undan, og
færri eru taldir dánir úr henni. Mest bar á henni í sambandi við
mislingana og inflúenzuna.
Skipaskaga. Flest tilfellin i þeim mánuðum, er kvefsótt, inflúenza
°g misJingar náðu hámarki.
Borgarfi. Allmikil brögð að lungnabólgu, einkum kveflungnabólgu.
Lagenan reyndist óbrigðult.
Borgarnes. Var flestum gefið súllathiazol og virtist gefast vel.
Bíhludals. Enginn dáinn.
Þingegrar. Lungnabólgu munu fleiri hafa fengið en skráðir eru og
margir í sambandi við kvefið. Að vísu er sjúkdómsgreining ekki eins
'iss, síðan dagenanið kom til sögunnar. Þó eru flest skráðu tilfellin
útvíræð. Mér hættir við að grípa til dagenans í fyrstu byrjun. Eitur-
verkanir sé ég aldrei alvarlegar. Hins vegar er verkun lyfsins svo dá-
sainleg, að allt virðist um garð gengið á 2 sólarhringum. Enginn hefur
úáið af lungnabólgu í þessu héraði, síðan farið var að nota lvf þetta.
Hóls. 2 gamlar konur dóu úr bronchopneumonia.
Hólmavíkur. Fylgdi oft í kjölfar kvefsóttar.
Miðfi. Nokltur tilfelli, aðallega í sambandi við mislinga.
Blönduós. Var lítt áberandi mikinn hluta ársins, þrátt fyrir inflú-
euzuölduna fyrri og mislingana. Með inflúenzunni, sem gekk síðustu
2 mánuðina, har aftur á móti allmikið á kveflungnahólgu. Af þeim
lungnabólgutilfellum, sem ekki stóðu í sambandi við inflúenzu eða
mislinga, vil ég geta tveggja, sem voru samtímis í dreng á 1. ári, og
öðrum, sem var hálfs annars árs. Hvorugur þeirra hélt niðri súlfa-
pýridíni, en súlfahiazol hafði ég þá ekki. Ég tók því það ráð að gefa
þeim C-fjörefni í mjög stórum skömmtum, eða 2 sm3 undir húð hvern
daginn eftir annan, og' batnaði báðum, þótt veikin væri mjög þung.
Sauðárkróks. Minni en undanfarin ár. Nú mest í sambandi við
kvef-, mislinga- og inflúenzufaraldra, en þó sérstaklega i sambandi
við síðara inflúenzufaraldurinn.