Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 96
94
brachii 2, manus 2, faciei í, combustio II pedis 1, femoris et cruris 1,
brachii et pedis 1, manus 1, cruris et femoris utriusque 1, mammae
et sterni 1, corpus alienum oculi 18, contusiones variae 56. Ef greina
ætti frá því, með hverjum hætti slysin hafa að höndum borið hverju
sinni, yrði það mikils til of langt mál. Þessa skal getið aðeins: Skot-
sár í leggi féklc drengur með því móti að bora í smásprengju, sem
hann fann uppi á fjalli hjá hrapaðri flugvél. Látúnstætlur úr sprengju-
hyllcinu höfðu borazt inn í báða fótleggi á mörgum stöðum. Sárin voru
engin mjög stór né djúp. Hins vegar reyndist mér æði tafsamt að
fiska upp málmflísarnar. Höfuðskotið var sjálfsmorðstilraun ungs
manns austur í Rangárvallasýslu. Er eitthvað vanheill andlega. Skaut
hann sig með fjárbyssu mitt í ennið. Hann liafði legið um 2 klst. í
útihúsi, áður en fólk fann hann. Maðurinn var ailhress, þegar ég kom
til hans. Kúlan hafði gengið í gegnum beinið, en geigað svo frá stefn-
unni og runnið út undir os temporale sin. Mér virtist, að auðvelt
mundi að ná henni þar. Hvort svo hefur verið gert, eða hver afdrif
mannsins hafa orðið, veit ég ekki, þar eð hann er ekki héraðsbúi
minn.
Grímsnes. Brunar 3, af völdum hveravatns, einn af þeim hafði
dauðann í för með sér á 2. degi. Var það 3ja ára barn, sem féll í 80
heitan hveralæk. Drengur úr Reykjavík var að færa mat á engjar.
Meðan fólkið var að borða, tók drengurinn eitt orfið og fór að slá.
Kastaði hann orfinu svo ógætilega frá sér, að Ijárinn stakkst djúpt i
lærið á honum að aftan, neðan við sitjandann. Spýttist nú blóð í gus'
um úr sárinu. Viðstaddur maður, sein hafði verið á námsskeiði Slysa-
varnarfélags íslands, hljóp til og reyrði með snæri um lærið ofan við
sárið, svo að blæðingin stöðvaðist. Ekki var kostur fyrir mig að ná
til slagæðarinnar til að undirbinda hana. Saumaði ég sárið saman, eins
djúpt og ég gat. Stöðvaðist blæðingin við það. Var svo drengurinn
fluttur á Landsspítalann til frekari aðgerða. Fract. femoris 1, tibiae 2.
radii 3. Lux. humeri 2 (sami maður, niðurfallsjúkur), antibrachii L
69 ára gamall maður drukknaði í Tungufljóti (suicidium). Fannst
ekki. Commotio cerebri 1. Auk þess smærri áverkar.
Keflavikur. Minna háttar slys mjög tíð, einkum í sambandi við ver-
iíð og hraðfrystihúsarekstur. Iðulega skera inenn (eða stúlkur) sig á
hinum hárbeittu flatningshnífum, og hafa skorizt í sundur aflsinar.
Handleggsbrot voru 7, lærbrot 1, fótbrot 3, viðbeinsbrot 4, rifbeins-
brot 3, brunaslys 3, nefbrot 2 í slagsmálum á dansleik, aulc fjölda
smáskurða eftir högg með flöskum o. þ. h.
1 þessum 33 héruðum, þar sem uin slys er getið, eru þannig talin
beinbrot og liðhlaup, sem hér segir:
Beinbrot:
Fract. cranii v. baseos eranii ................. 16
— nasi ...................................... 7
— ossis zygomatici ......................... 1
— maxillae .................................. 2
-— mandibulae ............................... 9