Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 22
20
víða um land var hafizt handa um anatoxínbólusetningu barna g'egn
veikinni, og þyrfti að verða framhald á þeim ráðstöfunum.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Bólusetningu gegn barnaveilti var haldið áfram á árinu, og
hafði dr. med. Júlíus Sigurjónsson hana með höndum eins og áður.
Bólusetningin fór fram í húsakynnum ungbarnaverndar hjúkrunar-
félagsins Líknar. Alls bólusett 2041 barn, þar af í fyrsta sinn 1199.
Skipnskaga. Þegar fréttist snemma á árinu, að barnaveiki hefði
orðið vart í 2 héruðum á Vestur- og Austurlandi, þótti rétt að gefa
fólki kost á að bólusetja börn gegn veikinni. Var það almennt og vel
þegið, og voru bólusett alls 400 börn, er skiptust þannig eftir aldri:
1—5 ára: 141, 5—10 ára: 170, 10—15 ára: 89 = 400. Hvert barn
var bólusett tvisvar, með ca. mánaðar millibili, og fór fyrri bólusetn-
ingin fram frá 20. febr. til 2. apríl.
Þingeyrar. Hefur ekki gengið í héraðinu. Voru mörg börn bólusett
með toxoídi, eftir að veikin kom upp á Isafirði.
Flateyrar. Varð ekki vart á árinu í héraðinu, en allt ungviði var
bólusett, er faraldur barnaveiki kom upp á ísafirði í vetur.
Hóls. Snemma árs höfðu börn veikzt af barnaveiki i nágrannahér*-
aði. Voru bólusett gegn þessari veiki öll börn og unglingar i Hólshér-
aði til 16 ára aldurs. Enginn veiktist af þessari veiki í héraðinu.
(1 sjúklingur þó skráður í febrúar.)
ísafi. Staðfestist með ræktun í byrjun janúar, en þá hafa að öllum
líkindum nokkrir fullorðnir verið búnir að fá veikina fyrr um vetur-
inn, og' verður faraldurinn með líkum rakinn norður í Furufjörð, og
þangað kann hann að vera kominn frá setuliðinu á Ströndum. Áður
en staðfesting fékkst á veikinni með ræktun, var búið að fá hingað
blóðvatn og bóluefni með flugvél frá Reykjavík. Síðan voru öll börn
og unglingar bóluselt, en flestir þeirra, sem veiktust, fengu blóðvatn.
1 barn dó þrátt fyrir blóðvatn. Þó að veikin sýndist vera orðin nokkuð
útbreidd um miðjan janúar, þurrkaðist hún út á 1% mánuði fyrir
ofangreindar ráðstafanir og lokun skóla í % mánuð.
Ögur. Barnaveiki gekk á ísafirði eftir áramótin, en kom ekki í hér-
aðið. Bólusett gegn veikinni voru á 3. hundrað börn og unglingar.
Sauðárkróks. Varð ekki vart, en þar sem fréttist um faraldra annars
staðar, var fólki gerður kostur á barnaveikisbólusetningu. Voru 390
börn bólusett einu sinni, en þau höfðu árið áður fengið eina innspýtingu.
Ólafsfi. 230 börn bólusett gegn veikinni. Sum fengu talsverðan hita.
Fljótsdals. Aldrei orðið vart, síðan ég kom í Fljótsdalshérað 1926.
Vestmannaeyja. Barnaveiki, sem hefur ekki verið hér árum saman,
kom hér upp á heimili í nóvember, og veiktust foreldrar og 3 börn
þeirra, tvíburar 3ja ára og telpa 7 ára, sem dó úr veikinni. Enn fremur
veiktist 10 ára telpa í húsi skammt frá. Annars ekki borið á veikinni,
svo að vitað verði. Veikin var illkynja, miklar skófir í hálsi upp á
gómboga og úf, og sjúklingar yfirleitt þungt haldnir. Fengu miklar
serumgjafir, og brá þá yfirleitt til batnaðar. Lamanir hafa gert vart
við sig á öðrum tvíburanum, einkum á neðri útlimum, og fer hægt
batnandi. Telpan dó af hjartabilun. Heimilin einangruð. Ekkert borið
á veikinni siðan 8. desember, að 10 ára telpan veiktist. Enginn fékk