Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 68
66
28. Oxyuriasis.
Dalci. 3 tilfelli, 2 börn og 1 kona um þrítugt, móðir annars barnsins.
Hólmavíkur. Kemur fyrir bæði í börnum og fullorðnum.
Blönduós. Annað hvort er þessi sjúkdómur ekki algengur hér eða
fólk hirðulítið um að losna við hann. Ef til vill er það hin gamla
góða íslenzka gestrisni, sem bæði lús og njálgur nýtur góðs af. Ég
hef um skeið notað gentianaviolet við njálg' og hygg það vera gott lyf-
Ólafsfj. Árlega nokkur tilfelli, og gengur misjafnlega að ráða bót á,
oft vegna trassaskapar.
Höföahverfis. Ekki mikið útbreiddur kvilli, 4 tilfelli á árinu.
Fljótsdals. Tíður kvilli í börnum og unglingum, og jafnvel full-
orðnum.
Fáskrúðsfj. Er hér all-algengur, bæði í börnum og fullorðnum.
Mýrdals. 10 sjúklingar.
Vestmannaeyja. Algengur kvilli. Gentianviolettöflur reynast vel
við þessum leiða kvilla. Hreinlætið samt höfuðatriðið, handþvottur
o. s. frv.
29. Paralysis agitans.
Borgarfj. 2 sjúklingar, roskin systkini.
Ólafsfj. Eina eldri konu tel ég með þenna sjúkdóm. Fór að verða
hans vör fyrir ca. 2—3 árum.
Fljótsdals. Fertug kona með greinileg einkenni.
30. Phthirius inguinalis.
Ólafsfj. 2 karlmenn leituðu læknis við þessum kvilla.
31. Sclerosis disseminata.
Ólafsfj. í síðustu ársskýrslu gat ég um bata á pilti, sem ég hafði
skráðan með þenna sjúkdóm, að mínu áliti og fleiri lækna á Akureyri
og Landsspítala. Hann var orðinn alveg ófær til gangs, og var slá
negld á húshliðina, þar sem hann bjó, svo að hann mætti hand-
styrkja sig áfram og' gæti komizt suður fyrir húsið og notið sólar.
A þessu ári hefur batinn farið vaxandi, og gengur hann mi óstuddur
og staflaus (huldulækning?).
32. Struma.
Seyðisfj. 3 konur hafa sjáanlegt struma, en engin veruleg Basedows-
einkenni.
33. Trichophytia.
Hornafj. 1 drengur af Mýrum fékk röntgenaðgerð á árinu við
tricophytiasis capitis.
34. Thrombosis sinus cavernosi.
Ögur. 20 ára gömul stúlka fékk skyndilega slíka sinusthrombosis,
að hún lézt eftir 2 sólarhringa. Afebríl. Fékk sulfathiazol (4-)—4—1—2
töflur á 4 klst. fresti), en kom að engu haldi.