Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 123
121
nesi var kartöfluuppskera sæmileg. Eltki er það orðið óaigengt, sízt á
myndarlegustu heimilum, að borið sé sinurt brauð með kaffi, auk
nnnars kaffibrauðs. Eru það góð umskipti. Fatnaður tekur enguxn
breytingum. Hið helzta, að síðast liðið ár hafa verið örðugleikar á að
fá gúmvaðstígvél.
Bíldudals. Sú nýbreyting tekin upp hér við frystihúsið, að gengið
var frá sérstökum frystiklefa til matargeymslu fyrir þorpsbúa. Getur
hvert heimili fengið þar skáp til afnota gegn vægri leigu, og' geyma
menn þar fryst kjöt, fisk, slátur og jafnvel gænmeti og eiga því kost
á nýmeti allt árið. Þetta fyrirkomulag hefur gefizt mjög vel og er
vinsælt.
Þingeyrar. Neyzla garðávaxta fer stöðugt vaxandi. Þorpsbúar hafa
nægilegt fyrir sig. Sveitavændur selja kartöflur til Reykjavíkur.
Fatnaður virðist aftur færast í betra horf.
Flateyrar. Fatnaður og matargerð með sama hætti og verið hefur
og tíðkast á landi voru. Á Flateyri lifa menn mest á nýmeti úr sjó
eða af landi, hafa ftestir nægilegt fyrir sig að leggja og geyma forð-
ann í frystihúsinu. Landbúnaðarafurðir framleiða þeir sjálfir. Nóg
er um mjólk og' garðmeti. A Suðureyri er nóg um sjávarföng, en
injólkurskortur er þar alvarlegur, svo sem verið hefur, og grænmetis-
neyzla hverfandi lítil. I sveitinni lifa menn fáhrotnara lífi, bæði hvað
fatnað og matargerð snertir, en að öllum jafnaði við heilbrigðari
lifnaðarhætti.
ísafi. Fólk gengur betur til fara en áður þekktist, bæði hvað gæði
snertir og útlit. Mataræði er svipað og' áður. Þó virðist fólki smám
saman aukast skilningur á þýðingu grænmetis, að minnsta kosti er
allt slíkt keypt upp jafnharðan og það kemur í búðirnar, og fá færri
en vilja. Nokkuð er og ræktað af grænmeti, en ekki nærri nóg, og
veldur því sumpart óhæg aðstaða. Mjólkurneyzla hefur aukizt mikið,
en af þeirri vöru fær fólk aldrei nóg. Oft verður að grípa til skömmt-
unar á mjólk til þess að tryggja ungbörnum mjólk. Neyzlan mun vart
nieiri en % 1 á mann á dag að meðtaltali. Rætt er um þurrmjólk ti!
úrbóta. Sama smjörelda og' áður. Fólk setur ekki fyrir sig verðið, ef
fengist, því að smjörlíkið má nær teljast óætt. Ostar fást nægir, en
fólk virðist ekki kunna að meta þá.
Ogur. Fatnaður og skór munu vera í líkingu við það, sem annars
staðar gerist í sveitahéruðum. Ungu stúlkurnar hræðast ullarsokk-
ana og kjósa heldur bólgna fætur að vetrinum.
Hesteyrar. Undir nakinsfötunum notar fólk mest ullarföt, og
gefst það vel í kuldanum úti og inni. Um mataræðið skiptir mjög í
tvö horn; á mörgum landbúnaðarheimilinum, sem afskekktari eru,
stendur það á fornum merg. Eftir einum bóndanum var haft, að „hel-
vítis hafragrauturinn væri að eyðileg'gja heilsuna í unga fólkinu“.
Þetta fólk hefur töluverðan mjólkurmat, sumt hefur þó nokkuð af
eggjum og geymir í súr. Allt öðru riiáli gegnir um sjávarþorpin. Þar
er soðningin aðalfæðan, en neyzla garð- og mjólkurmatar fer meira
cftir atvikum, árferði, efnum, stopulum samgöngum o. s. frv.
Hólmavikur. Litlar breytingar að sjá til batnaðar.
Miðfi. 2 gróðurhús hafa verið reist, og eru þar eingöngu ræktaðir
16