Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 131
129
MX1,C> ni, 2 steypibaðsklefar 1,6X2,45 ín, hvor nieð 2 steypum, her-
hergi til upphitunar og anddyri. Vatnið í lauginni er nú seni næst 18°
heitt, en tekin verður laug í liana bráðlega, sem er 28° heit; þegar hún
hefur náðst í hana, má gera ráð fvrir, að hiti í sundlauginni geti orðið
22—24°.
Þistilfi. íþróttir nokkuð stundaðar, aðallega leikfinii. Byrjað að
grafa fyrir sundlaug í Þórshöfn.
Fljótsdals. Íþróttalíf hefur glæðzt mjög seinni árin, og er Eiðaskóli
miðstöð þess. Þar er nú komin innibyggð sundlaug. I sumar var haldið
þar námskeið fyrir börn á Austurlandi, og tóku börn úr öllum hrepp-
uni þessa héraðs þátt í því.
Seyðisfi. Heldur er dauft yfir íþróttalífinu. Ungir piltar stunda þó
alltaf leikfimi. íþróttafélag fær vanalega íþróttakennara að vetrinum,
og eru þá haldin námskeið bæði fyrir stúlkur og pilta, og auk þess
er skólabörnum kennd leikfimi. Síðustu 2 vetur hefur lítið kveðið að
skíðaferðum, og' er þar aðallega um að kenna snjóleysi, nema þá uppi
á háfjöllum, en sókn þangað er erfið. Sundkennsla fór frani að vorinu
fyrir skólabörn að Eiðum, í hinni nýju sundlaug þar. Skautaferðir eru
talsvert iðkaðar, þegar tækifæri gefst.
Fáskrúðsfi. íþróttaáhugi fer vaxandi. Á sumrin eru iðkaðir knatt-
leikir, á vetrum skiðaferðir. Fyrirhuguð er bygging' sundlaugar á
næsta ári.
Vestmannaeyja. Knattleikir, sund, glímur, golf og handbolti tölu-
vert iðkaðar íþróttir sumarmánuðina.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Rauðakrossdeild Akraness og Slysavarnarfélag Akra-
ness gengust fyrir námskeiði í hjálp í viðlögum, er einkum var ætlað
sjómönnum, en var illa sótt.
Borgarnes. Fræðsla um heilbrigðismál ekki rækt sérstaklega, en
fer auðvitað fram jafnt og' þétt i samtölum í sambandi við öll störf
héraðslæknisins.
Ólafsfi. Ég kenndi heilsufræði og heilsuvernd í unglingaskóla, seni
hér var og stóð í 3 mánuði. Ivennslan fór fram í fyrirlestrum, þar sem
ég gat ekki komið auga á hentuga kennslubók. Lagði ég sérstaka
áherzlu á fræðsluna um kynsjúkdóma.
Fljótsdals. Héraðslæknir hafði á hendi kennslu í „hjálp í viðlögum"
við Eiðaskóla.
Seyðisfi. Engin opinber alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Vestmannaeyja. Fólki leiðbeint með blaðagreinum og í ræðum, ef
svo ber undir.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir vantar í þetta sinn aðeins úr 2 læknis-
héruðum (Öxarfj. og Hróarstungu). Skýrslur þær, er borizt hafa, taka
lil 13638 harna alls.
Samkvæmt heildarskýrslum (tafla X), sem gerð hefur vM'ið upp úr
17