Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1943, Blaðsíða 17
15
tölu er hið stórkostlega slys, er vélskipið Þormóður fórst með allri
áhöfn. Að öðru leyti er dánartalan svipuð og undanfarin ár. Barnkoma
einnig svipuð og verið hefur.
Flateyrar. Héraðsbúum fækkar enn, mest á Suðureyri. Úr sveitun-
uni flyzt fólkið í kaupstaðina, örmagna af einyrkjubúskaþnum, sezt
þar að í óvissa afkomu í sæti þeirra, sem þaðan hafa flúið í aðra
landshluta vegna kyrkings þess, sem hér virðist vera í öllu atvinnulífi.
Hóls. Fólki fækkar heldur í héraðinu. Flyzt það einkum til ísa-
fjarðar. Alls staðar er góð atvinna um þessar mundir, og þeir staðir,
sem afskekktir eru og' með miður góðum samgöngum við umheiminn
og ýmsum fleiri örðugleikum í sambandi við atvinnuvegina, vilja því
teljast síður eftirsóknarverðir. Ýmis þægindi, er annars staðar má fá,
vantar á slíkum stöðum.
ísaf). Húsnæðisvandræði takmarka eðlilega fjölgun í kaupstaðnum.
Ögur. Fólki fækkaði til muna í héraðinu, svo að fæðingartala
jafnar ekki tölu dáinna, en þar af fórust 6 af sjóslysum, allir úr Súða-
vik og umhverfi. í Vatnsfjarðarprestakalli fæddust aðeins 5 börn, sitt.
í hverjum hreppi. Þó var barnið, sem fæddist í Snæfjallahreppi, af-
sprengi fólks, sem er búsett fyrir sunnan.
Hesteyrar. Fólksfækkun inikil í héraðinu. Úr Sléttuhreppi fluttust
84 af 420 íbúum.
Miðfj. Áframhaldandi fólksfækkun í héraðinu, aðallega í sveitun-
um. Nokkur heiðabýli hafa lagzt í evði og ábúendur þeirra flutzt
niður í sveitina.
Blönduós. Fólksfjöldi fór heldur þverrandi í héraðinu. Bar einkuin
á þessu í sveitunum eins og vanalega, á Blöndiiósi var kyrrstaða, en
fólksfjölgun nokkur í Skagastrandarkauptúni.
Sauðárkróks. Fólki fækkað talsvert í héraðinu.
Hofsós. Fólkinu í héraðinu hefur ljölgað lítils háttar.
Ólafsfj. Burtflutningur úr héraðinu hefur átt sér stað, og er þar
unga fólkið að verki.
Svai'fdæla. Fólkinu fjölgar heldur og' fæðingar ögn fleiri en nokkur
undanfarin ár.
Akureyrar. Ibúum Akureyrarbæjar fjölgaði á árinu um nærri 200
manns, en utan Akureyrar hefur íbúum héraðsins fækkað um 4.
IJöfðahverfis. Fækkað hefur í héraðinu um 20 manns. Yzta býlið
á Látraströnd lagðist í eyði.
Reykdæla. Fólkinu fækkar enn vegna brottflutnings.
Þistilfj. Fólki fækkar í héraðinu vegna brottflutnings. Barnkoma
óvenju mikil á árinu. Mannslát með flesta móti.
Vopnafj. Stöðugt útstreymi unga fólksins til Reykjavíkur og Akur-
eyrar.
Fljótsdals. Fólksfjöldi í héraðinu stendur í stað.
Seyðisfj. Fólkið flyzt í hurtu, aðallega úr kaupstaðnum, og liggur
leið flestra til Reykjavíkur.
Bernfj. Fólki aðeins fjölgað í héraðinu á árinu.
Hornafj. Fólki fækkaði í héraðinu, mest vegna burtflutnings.
Síðn. Enn fækkar í héraðinu. Barnkoma bætir rúmlega upp mann-
dauðann, en ekki brottflutninginn.